Tvöföldun en þó ekki nóg

Skrapp í Hugver í dag og þar fékk ég góða þjónustu sem áður. Fór inn með einn 256MB kubb og Maradona og kom út með tvo 128MB kubba og auðvitað Maradona. Hann tók ljúflega á móti nýju kubbunum og keyrir nú á 256MB. Það er hins vegar ekki nóg fyrir blessaðan JBuilder, hann er 3 mínútur að keyra upp en virðist reyndar þokkalega hress þegar að hann er loksins kominn í gang.

Ergelsi mitt yfir þessu í gær varð til þess að Kalli Hr. sendi mér póst og benti á það að hjá Tölvuvirkni væri mögulega hægt að fá frekari stækkun. OmniBookið hans er reyndar stærri týpan, mín er Celeron 600. Þetta er í skoðun.

Eitthvað finnst mér sumir úr tengslum við almenning, gera grín að því að námskeið sé í gangi þar sem fólki er kennt að blogga. Nokkuð augljóst að þau umgangast ekki annað fólk en það sem að er sjálfbjarga í flestum almennum tölvumálum. Það er nefnilega til fullt af fólki sem að veit ekkert hvernig það á að byrja á þessu eða hvert það á að snúa sér eða hvað þurfi til. Það er jafnt fólk á unglingsaldri og upp að ellilífeyrisþegum sem að er ekki með almenna tölvukunnáttu, og þó að það geti kannski bjargað sér í helstu aðgerðum sem það þarf að sinna vegna vinnu þá hrýs því hugur við að teygja sig lengra í því að beisla möguleika tölvutækninnar. Fliss frá vanara fólki er örugglega ekki til að bæta þar úr.

Áhugavert:

  • Pitch Dark Bar Opens for Blind Dates
  • Flying Toilets: a First Earth Summit Test?
  • Blair: UK will pay blood price
  • Comments are closed.