Boltinn rúllar aftur

Letikast í dag, horfði á fyrstu 30 hringina í Formúlunni, þá byrjaði leikur Aston Villa og Liverpool á Sýn (sem ég er búinn að segja upp en áskriftin gildir til 5. september og því betra að nýta það eitthvað). Liverpool örlítið betri en ekki munaði miklu, jafntefli hefði verið sanngjörn úrslit en um það er ekki spurt.

Þá kom leikur Arsenal og Birmingham. Arsenal spiluðu frábærlega í fyrri hálfleik, í svona formi kemst ekkert lið í hálfkvisti við þá. Aulaleg mistök markvarðar gáfu Arsenal reyndar forystu en það var aldrei spurning hvort liðið var miklu miklu betra. Wenger skipti einhverjum unglingum inná undir lokin á meðan að Steve Bruce skipti að mér sýndist launsyni sínum inná, mikill svipur með Bruce og Carter hinum unga.

Í kvöld horfðum við svo á síðustu 6 þættina í 8. seríu Friends, eina vitið að horfa á þá svona í törnum, ekkert vit í því að sjá einn í viku.

Áhugavert:

  • Bannað að spila fótbolta!
  • Comments are closed.