• Uncategorized

Gervisunnudagur

Sigurrós skrapp nú fyrir kvöldmat til Rögnu og Hauks á Selfossi, þannig að ég skellti 1944 rétti í örbylgjuna. Ég eldaði reyndar hádegismatinn þannig að mér er ekki alls varnað í eldhúsinu, fjarri því.

Las í dag Foundation and Empire, annað bindið í Foundation-seríu Isaacs Asimov. Ætli ég fari ekki á morgun og reddi mér þeim sem upp á vantar svo ég geti lokið seríunni af, stórgóðar pælingar í gangi hjá honum.

Kvöldið notað í forritun og pælingar fyrir World Football Organization, og gagnagrunn þess.

You may also like...