Skattmann kemur

Í dag fengu landsmenn að vita hversu mikið þeir skulda ríkinu þrátt fyrir alla blóðpeningana sem þeir hafa innt af hendi hingað til. Hjá mér voru það sjö þúsund krónur sem ég verð að gjalda, ekki mikið en kemur samt við budduna.

Garðurinn hefur ekki verið sleginn síðan að ég gerði það síðast og var orðinn all skuggalegur. Þar sem að ekki hefur verið þurrt undanfarnar vikur hef ég ekkert farið í það fyrr, en tók sénsinn í kvöld. Mér til vonbrigða var grasið enn frekar blautt og gekk því mun verr að slá en síðast. Grey sláttuvélin var farin að spúa reyk þrátt fyrir að ég hefði bætt olíu á hana, vonandi kemur þurr dagur eftir tvær vikur eða svo, annars gæti greyið brennt úr sér þá.

Áhugavert:

  • Stundum kemur vit úr kjaftaski
  • Comments are closed.