Sólvellir

Eftir letikast fyrir framan sjónvarpið þar sem Michael Schumacher var í sunnudagsbíltúr (lagði af stað, keyrði og stoppaði og enginn ógnaði honum) enda á langbesta bílnum, var haldið til Selfoss þar sem að við ætluðum að heimsækja tengdó í fyrsta sinn í nýja raðhúsið.

Fórum lengri leiðina enda gott veður og sólskin. Þrengslin skemmtilegri að flestu leyti en Kambarnir.

Íbúðin var frábær. Allt var miklu stærra en við höfðum haldið eftir að hafa legið yfir teikningunum og Sigurrós og tengdó raðað inn á teikningar öllum húsgögnunum.

Kvöldmaturinn var svínakjöt og með matnum var fínasta rauðvín sem að Ragna fékk sem innflutningsgjöf.

Tókum stafræna myndavél með í för, tókum nokkrar myndir sem að sendar verða til útlanda til ættingja þar til að sýna glæsislotið.

Á leiðinni til baka voru svo nokkur myndastopp. Þessi vél var í láni, stafræn myndavél er á innkaupalistanum okkar… en nokkuð neðarlega enda dýrt tæki (100þ fyrir góða vél).

Comments are closed.