Afmæli og RÚV

Úff.. táningurinn sem ég byrjaði með (hún var 19) er bara orðinn 23 ára! Til hamingju Sigurrós mín 🙂

Þetta þýðir að ég á tæpan mánuð í 27 ára afmælið mitt, og það þýðir að tíminn líður of hratt!

Rétt áðan skráði ég mig hjá afnotadeild Ríkisútvarpsins, nú munu 2500 krónur bætast við á VISA-reikninginn mánaðarlega, svo að ég geti haft góða samvisku yfir því að horfa af og til á efni sem að kemur RÚV akkúrat ekkert við og kemur ekki frá þeim.

Ég vil að RÚV breytist í vandaða fréttastofu. Ein útvarpsrás og ein sjónvarpsrás með alvöru fréttum og fréttamönnum sem að þurfa ekki að óttast að hinn eða þessi ráðherrann verði fúll og láti reka þá. Á meðan að fréttamenn RÚV verða að passa sig á því hvaða fréttir þeir segja vegna ótta um starf sitt, þá er lítið að marka fréttir sem þaðan koma. Hið sorglega er að þrátt fyrir þetta er fréttastofa RÚV líklega besta fréttastofan á landinu (sem er svo sem ekki erfitt). Þetta varðandi starfsöryggi fréttamanna hef ég heyrt frá aðila innan fréttastofu RÚV, þegar að hann var spurður útí af hverju meira væri ekki gert í að rannsaka Kínahneykslið þar sem íslensk yfirvöld brutu fjölda laga og stjórnarskrána í þokkabót.

Ég vil ekki að RÚV sé að reka aukalega einhverja poppstöð sem að ofgnótt er til af á markaðinum nú þegar. Ég vil ekki að RÚV sé að halda úti mikilli sjónvarpsdagskrá fyrir peninginn minn, NEMA að ég gerist áskrifandi hjá þeim, það að þeir halda úti dagskrá fyrir pening sem ég er neyddur til að borga er ég ekki ýkja ánægður með.

Það þarf sterkan fjölmiðil sem að skýrir satt og rétt frá málum, ekkert viðlíka er að finna á markaðinum nema æsifréttamennsku sem að reynir að selja með 20 cm fyrirsögnum og rangfærslum. Fréttastofa BBC er líklega sú besta í heimi, RÚV ætti að vera sú besta á Íslandi. Versta fréttastofa í heimi grunar mig sterklega að sé CNN, með AP og Reuters (Morgunblaðið notar copy/paste frá AP og Reuturs og það eru allar erlendu fréttirnar þeirra, gleyma stundum að þýða þær meira að segja) á hælunum.

Áhugavert:

  • CNN’s breakout comedy hit
  • Comments are closed.