• Uncategorized

Í dag tók ég til

Ójá, æsispennandi líf mitt er ekkert að missa flugið. Í dag hélt ég áfram að taka til í skúffum, ég uppfærði SSH og Apache á þessum vefþjóni og ég fylgdist með hálfu auga þegar að Ferrari-bílarnir unnu hina kassabílana. Schumacher er núna einni keppni frá því að verða heimsmeistari, og tímabilið rétt rúmlega hálfnað.

Dagurinn var ágætur þótt óspennandi hljómi. Stundum er best að vera með sjálfum sér og róta í gegnum minningarnar sem að í skúffunum leynast.

You may also like...