Góður dagur, sólardagur

Smalaði saman litlum hóp í vinnunni í dag og við fórum og fengum okkur ís í sólinni. Fátt betra til að gera góðan móral betri.

Eftir vinnu var það svo fyrsti fótbolti ársins hjá mér, Hugvitsbolti á Gervigrasvellinum í Laugardal. Þar kvöddum við Paolo sem fer nú um helgina til Ítalíu til frambúðar. Ég hitaði upp fyrir fjörið svona til að vera í góðum málum en það dugði ekki mikið, í þriðja alvöru sprettinum fann ég að vinstri kálfinn var um það bil að gefa sig, skömmu seinna var það svo hægri kálfinn. Greinilega í engri æfingu og fór bara í markið svona til að slasa mig ekki meira.

Beint úr boltanum og í Laugardalslaugina með Sigurrós, þaðan svo á Nings og svo heim að skoða þvottavélina sem kom í dag. Þá er bara sturtan eftir og þá er þetta orðið fullbúið heimili.

Egill hefur farið mikinn í blogginu sínu undanfarna daga, hann er nú á förum til Danmerkur og virðist veita af fríinu.

Áhugavert:

  • Write here, right now
  • Web ties cut by hyperlinking crackdown
  • cDc prepares user-friendly stego app
  • The Powerpuff Girls Movie
  • Comments are closed.