It’s a fine day tonight…

Fínasti dagur í dag, mætti rúmlega 9 í vinnuna (sem er í seinna lagi nú til dags hjá mér) og varð vel úr verki. Fékk útborgað og var snöggur að borga húsbréfin, fengum fyrst í dag rukkanir vegna flutninga á lánum og svoleiðis dæmi. Ekki mikið sem verður eftir í buddunni eftir að VISA-reikningurinn hefur verið greiddur, ég fer mjög sparlega með VISA venjulega en síðustu tveir mánuðir hafa verið gildir á kortinu vegna endurbóta á íbúðinni og innkaupum á búslóð.

Kvöddum Fribbu, Stefaníu og Paolo í vinnunni í dag. Fribba að fara að eignast sitt annað barn og hin tvö að flytja til Ítalíu.

Rakst á þetta í dag. Jósep Valur sem að er fyrrum samherji í boltanum forritaði fínasta java-forrit þarna sem að er mjög flott til að fylgjast með mataræði og samsetningu kaloría. Tóti félagi kom svo nálægt útlitinu, hann hafði samt ekkert sagt mér frá þessu?

Grétar búinn að fá sér sitt eigið lén, fær auðvitað tengil á það.

Í Bandaríkjunum sjáum við nú hvað afnám reglugerða og græðgi mannsins veldur, hvert fyrirtækið á fætur öðru að tilkynna um vitlaust bókhald upp á margföld fjárlög Íslands og þar með eru tugþúsundir að missa vinnuna og eftirlaunastaða margra í hættu. Nú vill Bush minnka eftirlitið með fyrirtækjum enn meira og að auki leggja lífeyrissjóðina niður að mestu?

Áhugavert:

  • Deiglan með enn eina “Bush al akhbar” greinina
  • Comments are closed.