Örbylgjuloftnetið komið upp

Valur leit við í kvöld og loksins höfðum við allt við hendina sem að þurfti til að setja upp örbylgjuloftnetið. Vinir mínir í Reykjafelli auðvitað liðlegir, það er svona að vera mikils metinn fyrrverandi starfsmaður! Reyndar einhver draugur í sjónvarpinu, get reynt að fínstilla við tækifæri (of seint núna, miðnætti og svo get ég ekki hrópað á sjálfan mig hvort að myndin hafi orðið betri eða verri) en hef þó heyrt að draugagangur sé almennur, varð ekki mikið var við hann á breiðbandinu þó.

Fattaði það í dag að ein af þeim sem bættust við á Nagportal í gær er sumarstarfsmaður hjá okkur (og hefur verið áður). Óskímon nefnist hún þar.

Annars fátt að frétta í dag, vann frameftir til að geta tekið pásu á morgun til að horfa á hádegisleikinn, morgunleikurinn ætti að verða mikil skemmtun, verst að það er of snemmt til að mann langi í popp með. Hitti reyndar Guðm. Stefán í fyrsta sinn í 4 ár líklega, okkur er báðum jafnilla við Blatter að sjálfsögðu, hann er að komast upp með þvílíka glæpi núna.

Comments are closed.