HM:Dagur 2

Vil byrja þessa færslu á því að óska Bjarna og Unni til hamingju með brúðkaup þeirra á morgun.

Þar sem ég var svo vitlaus að vaka í nótt yfir leik 6 í úrslitum Vesturdeildar NBA þá náði ég ekki fyrstu tveimur HM-leikjum dagsins, Írlandi 1-1 Kamerún og Danmörku 2-1 Úrúgvæ. Horfði á Þýskaland éta einstaklega lélega Sádi-Araba upp til agna, 8-0, stærsta burst á HM síðan 1982 á Spáni (Ungverjaland 10-1 El Salvador). Sádarnarir komust upp úr riðlunum á HM ’94, en leiðin virðist hafa verið niður á við síðan. Áberandi hvað þeir voru allir að reyna að plata tvo og þrjá þýska leikmenn í einu, á meðan að liðsfélagarnir stóðu hjá og fylgdust með. Ekkert liðsspil í gangi á þessum bæ.

Þar sem ég hafði misst af fyrri leikjunum þá vogaði ég mér ekki að hlusta á útvarp né skoða vefsíður fyrr en að ég var búinn að horfa á endursýningarnar. Kamerúnar voru svakalegir í byrjun en gáfu of mikið eftir undir lokin, Írarnir börðust vel og náðu að halda jöfnu.

Danirnir eru með skemmtilega kantmenn og kjötfjöllin eru ennþá á miðjunni, þeir verða ekki heimsmeistarar en ættu að komast áfram úr riðlinum. Úrúgvæarnir eru með flinka leikmenn og fínt spil en þegar að þeir sækja bara með í mesta lagi 4 leikmönnum þá munu þeir ekki gera neinar rósir.

Er núna að klára skilaverkefni fyrir skólann sem ég á að skila annað kvöld, held að rökrásirnar sem ég teiknaði ættu að virka.

Það að horfa á endursýningar dró broddinn úr HM upplifuninni í dag, því ætla ég að fara að sofa núna um 22:00 og vakna rétt fyrir 05:00 til að geta séð leik Argentínumanna og Nígeríu, sem og hina 3 leikina sem að fylgja á eftir.

Áhugavert:

  • So, you want to be a journalist?
  • Comments are closed.