Fataskápur

Skruppum eftir vinnu og festum kaup á fínum fataskáp í Rúmfatalagernum. Fengum greiðabíl til að keyra hráefnið heim og tókum svo til við að setja saman. Sem betur fer leit pabbi við að kíkja á ljósið í baðherberginu því að hurðarfestingarnar á skápnum þurftu borvélar við til að skrúfa þær. Skápurinn virðist veglegri að flestu leyti en IKEA skápar í sama verðflokki (9.990 kr.), enda danskur að uppruna.

Þegar ég sá fyrirsögnina Björn sendiherra Íslands í Malawi hélt ég eitt andartak að Björn Bjarnason hefði verið sendur úr landi með hraði eftir gloríuna í kosningunum og afsakanirnar eftir þær. Svo var víst ekki, ennþá.

Skandall dagsins er að sjálfsögðu sá að Sepp Blatter var endurkjörinn forseti FIFA. Fátæku knattspyrnusamböndin í Suður-Ameríku, Norður-Ameríku, Eyjaálfu, Asíu, Afríku og Austur-Evrópu ákváðu að það væri betra að halda manninum sem að gefur þeim brauðmola af veisluborði sínu að völdum. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá sætir Blatter nú rannsókn vegna óútskýrðra fjárútláta úr sjóðum FIFA til vina hans. Framkvæmdastjóri FIFA hefur sagt að Blatter gefi út vitlausar bókhaldstölur og standi í umsvifamikilli svikamyllu, og 11 stjórnarmenn FIFA hafa óskað eftir lögreglurannsókn á fjárreiðum samtakanna.

Sorglegt að sjá að Blatter er jafn slæmur og fyrri forseti FIFA í spillingarruglinu. Sorglegt að sjá menn selja atkvæði sín (ásakanir um mútugreiðslur hafa verið í gangi í langan tíma). Sorglegt að fá svona fréttir áður en HM byrjar.

Svo maður snúi sér að skemmtilegri hlutum tengdum knattspyrnunni þá stofnaði ég deild í Draumaliðsleiknum og bauð vinum og vinnufélögum í hana. Potaði saman þokkalegu liði að ég held, set traust mitt á markagráðuga miðjumenn (Okocha, Scholes, Nakata, Ballack) og trausta vörn(Nesta, De Boeck, Deflandre, Samuel og Burgos í marki), frammi eru svo Crespo og Trezeguet sem ættu að skila einhverjum stigum í búið. 3 Argentínumenn, Nígeríumaður og Englendingur.. dauðariðillinn gæti farið illa með mig ef allt klikkar.

Áhugavert:

  • Our shiny happy clone future
  • The 2002 World Cup In Numbers, Part One
  • Comments are closed.