Parlez vouz français?

Oui. Vonast að minnsta kosti til þess að vera orðinn slarkfær í henni árið 2002. Í Frakklandi skildi ég þó nokkuð af þeim samræðum sem fóru fram í kringum mig, en margt fór fyrir ofan garð og neðan, og mér var að auki fyrirmunað að tjá mig á málinu. Í dag skráði ég mig því á frönskunámskeið hjá Námsflokkum Reykjavíkur, að auki á ég svona “Achieve French fluency now” margmiðlunarnámsefni (4 geisladiskar með fyrirlestrum, sýnidæmum, prófum og framburðarkennslu). Plús það að vera með konu sem er reiprennandi, þannig að ég er vongóður um að geta babblað að minnsta kosti eitthvað að loknu námskeiðinu.

Comments are closed.