Eilíft peningaplokk

Ekki ætlum við að læra að gera hlutina almennilega. Renndi yfir með öðru auganu yfir hvað var að finna á þessari blessuðu heimilissýningu í Laugardalnum, og sýndist þetta vera frekar klént, og ekki þúsund króna virði.

Aðrir heimilismeðlimir renndu hins vegar við þar með ungviðið í fararbroddi, og sögurnar frá þeim staðfestu þetta mat mitt. Tívolítækin sem fjallað var um voru víst ekki innifalin í aðgangseyrinum, heldur kostaði spes í hvert tæki. Í Fjölskyldugarðinum (sem var innifalinn í aðgangseyrinum) var svo minnst um að vera, sjoppan lokuð og því ekkert ætt að fá, auk þess sem að salerni voru öll lokuð og fólki bent á að hlaupa yfir á kaffihúsið sem er smá spöl frá garðinum. Til fyrirmyndar? Ónei.

Comments are closed.