Frakkland: Dagur 6

Leti laugardagur, Nanoo (dóttir Jean og Zsouzsu) og Alexander kærasti hennar kíktu í heimsókn. Grillað í garðskýlinu, peruís (ekki rjómaís, heldur svona glace) og svo tók ég síestu á meðan að allir frönskumælandi spjölluðu saman og spiluðu Memory.

Um kvöldið var svo vináttuleikur Síle og Frakklands (í Síle) sýndur á TV1. Zamorano var þarna að leika sinn síðasta landsleik og sýndi snilli sína á 4. mínútu með því að klobba Desailly og renna boltanum á Galdames sem að gat ekki klikkað, 1-0 fyrir heimamönnum.

Í hálfleik fékk ég svo perutertu með peruís og rauðvín að auki, ekki amalegt það.

Á 50. mínútu skora heimamenn svo skondið marka, Navia á síðustu snertinguna.

Frakkarnir ná svo að klóra aðeins í bakkann á 73. mínútu þegar að Sílemenn skipta um markmann og Trézeguet skorar.

Gaman að sjá Frakkana yfirspilaða af skemmtilegu liði heimamanna.

Comments are closed.