Póstkort frá Sviss

Það snjóaði það mikið í gærkveldi og í nótt að núna lítur allt út eins og á póstkortum frá Sviss og öðrum snjóþungum stöðum, 5 sentimetra lag ofan á hverri einustu trjágrein.

Sigurrós var að opna bloggið hjá sér, ég óska henni að sjálfsögðu til hamingju með það, gaman að fá fleiri góða penna á netið, hún er annars búin að vera að skrifa síðan 1. janúar en opnaði það ekki fyrr en núna.

Var þokkalegur í bakinu í dag, þar til að ég fór í skólann, verri vinnuaðstaða þar en heima.

Sé að maður þarf að fá sér Stöð 2 og Sýn í júní og júlí til að sjá HM. Spurning hvort þeir ætli að vera ógeðslegir refir og selja bara 6 mánaða pakka… eða hvort þeir ætli að vera almennilegir og selja okkur bara þá 2 mánuði sem maður vill.

Comments are closed.