Chemical Brothers

Var aðeins andvaka í nótt (líklega spennufall vegna verkefnaskila og svo sykurinn á pönnukökunum) þannig að ég settist fram og hlustaði aftur á Come with Us, nýja diskinn frá Chemical Brothers. Fyrsta yfirferð var svona með hálfum huga þar sem ég var að dútla í hinu og þessu á meðan, en núna greip diskurinn mig heljartökum. Kannski 1-2 lög á honum sem ég flokka sem bara svona miðlungsdæmi, en restin er gargandi snilld (þetta er hæsta stig snilldar í mínum orðaforða).

Fór enn og aftur að velta fyrir mér áhrifamætti tónlistar, og þess hvað hún virðist eiga sterk tök í mér, þó að laglaus sé sjálfur og falskur. Ég var nærri því að tárfella þegar ég hlustaði á Star Guitar, einhvern veginn þá snertir tónlist þeirra Efnabræðra (sem og margra annara) mig mjög svo. Er kannski takturinn sem notaður er takturinn minn (samanber að allir hlutir eiga sér ákveðna tíðni)? Er eitthvað í tónlistinni sem að hvetur ákveðin efnaskipti í heilanum á mér?

Hvað svo sem það er, þá er það frábært og ég vona að ég tapi því aldrei. Einn diskanna sem að er týndur úr safni mínu er einmitt Surrender, ef hann finnst ekki bráðlega þá er málið að kaupa annað eintak.

Chemical Brothers eru gargandi snillingar.

Tenglar:

  • Chemical Movies and Audio
  • Chemical Brothers Spent Months Refining Formula For Come With Us
  • Comments are closed.