Lífsnautnaseggir

Fyrri hluti dagsins fór í að redda tölvunni hans Kára, en aflgjafinn í henni var ónýtur. Í fjöldamörg ár hefur ekki einn einasti aflgjafi klikkað í neinni af fjölmörgum tölvum sem að ég hef komið nálægt, og svo allt í einu andast tveir nýlegir með stuttu millibili? Furðulegt.

Grein í mogganum um “grænan” akstur, ökumaður KH 674 þyrfti að kynna sér svoleiðis, hann var ekki að fatta það á Sæbrautinni að ef hann gaf í þegar að það kom grænt, þá lenti hann á rauðu næst, á meðan að ég sem var fyrir aftan hann kom alltaf að á grænu. Að fatta þetta ekki eftir 5 ljós í röð…

Í kvöld gerðumst við Sigurrós lífsnautnaseggir hinir mestu:
Forréttur: cantaloupe-melóna
Aðalréttur: piparsteik með bökunarkartöflum, rauðvín drukkið með
Hlé: tja, sko það varð að vera
Eftirréttur: desert með kirsuberjabragði frá Ostahúsinu, aðeins of væmið reyndar fyrir okkur.

Horfðum á Austin Powers: The spy who shagged me á DVD, aukaefnið er stór kostur við DVD. Fínasta skemmtun að þessari vitleysu, mikið fyrir augað. Með myndinni var svo snakk og rauðvín, og undir lokin bættist all nokkuð nammi við.

Comments are closed.