Knattspyrna og tryggingar

Þá er HM 2006 hafið og vel það. Eins og mig grunaði var leikur Argentínu og Fílabeinsstrandarinnar besti leikur keppninnar hingað til.

Tæplega 200 manns keppa nú í HM-leiknum sem ég setti upp. Mér gengur reyndar ekki eins vel og í EM 2004-leiknum en fékk fullt hús stiga fyrir Argentína-Fílabeinsströndin.

Rennireið Betrabóls er því miður í andarslitrunum þessa dagana. Nágranni okkar ákvað að setja í bakkgírinn á miðri götu og jeppinn hans tætti grillið og húddið hjá okkur í sig. Ef hann hefði verið á fólksbíl hefðu þetta aðeins verið stuðararnir sem hefðu skaddast en þessir helvítis jeppar eru ekki hannaðir með það í huga að lenda í árekstrum við fólksbíla.

Tryggingafélagið virðist ekki vilja borga viðgerðir sökum aldurs bílsins, sem þó var í fínu lagi fyrir áreksturinn. Það er helvíti skítt ef að bíll sem búið er að leggja umtalsverðan pening í nýlega og er í góðu ásigkomulagi er dæmdur lélegur af skoðunarmönnum tryggingafélags sem líta bara á fæðingardag bílsins en ekki það viðhald sem hefur farið í hann og ásigkomulag.

Við ætlum ekki að gefa okkur í því að fá eitthvað alvöru út úr þessu, andskotinn hafi það að klesst sé á okkur og við skilin eftir með lélegri bíl, eða í skuld við að fá sambærilegan, eftir að hafa verið í 100% rétti! Lög, reglugerðir og skilmálar verða vandlega yfirfarin til að tryggja að það gerist ekki.

Sjá greyið á þessum tveim myndum, að ofan og á hlið.

Comments are closed.