Er rassinn á mér stór?

Eins og sjá má í kvikmyndum, þáttum og daglegu lífi virðist konum nokkuð umhugað um að rassinn á þeim sé ekki of áberandi. Því hefur fræðimaður í Skotlandi nú hafist handa við að mæla það á vísindalegan máta hvernig litir, snið, efni og fleira hafi áhrif á sýnileika kvenrassa.  Áhugasamir geta lesið greinina Seat of learning tackles fashion’s biggest question.

Á meðan að tölvan mín hefur verið í ítarlegri sjálfsskoðun hef ég lokið lestri tveggja bóka, annars vegar The Algebraist eftir Iain M. Banks og hins vegar Down and Out in the Magic Kingdom eftir Cary Doctorow.

Banks er á svipuðum slóðum og í hinum sci-fi bókunum, gríðarlegar fjarlægðir, óhugsandi stærðir, snúin pólitík og hverfult líf.

Bók Doctorows er fáanleg ókeypis á stafrænu formi á vefsíðunni, sem og seinni tvær bækur hans sem eru á leslistanum. Í þessari bók kynnumst við heiminum í nálægri framtíð þar sem peningar eru ekki lengur gjaldmiðillinn heldur Whuffies, sem virðast vera virðingarstig. Fyrir að gera eitthvað sem gleður aðra færðu virðingarstig frá þeim og þeim fleiri stig sem þú hefur því meira geturðu leyft þér. Þeir sem njóta engar virðingar eru þó ekki settir út á gaddinn því að þeim er tryggður aðgangur að fæði og húsnæði sem og samgöngum. Sagan gerist í Disney World þar sem við kynnumst því hvernig þetta kerfi virkar í umhverfi þar sem grimm samkeppni ríkir.

Comments are closed.