Þumlaveiki

Farsímanotendur landsins kannast kannski við það að þumlarnir eða aðrir fingur eru farnir að vera ofurlítið aumir vegna gríðarlegrar SMS-notkunar. OgVodafone var svo að starta Blackberry-bylgju og því er ljóst að þumlaveiki er að bæta við sig fórnarlömbum. Greinin The Agony of ‘BlackBerry Thumb’ segir frá nokkrum.

Sjálfur er ég fanatískur í því að hafa aðstöðuna hjá mér sem skársta og hef því fest kaup á Stowaway Universal Bluetooth Keyboard. Að auki nota ég svokölluð „Natural Keyboard“ bæði í vinnu og heima (annað frá Microsoft og hitt frá Logitech). Þau vekja ennþá eftirtekt annara sem skilja ekki í svona bognum og stórum lyklaborðum. Í vinnunni eru fáránleg skrifborð þar sem músin er yfirleitt mun hærra uppi en lyklaborðið, það var að drepa mig (handleggina reyndar). Því hunsaði ég allar hugmyndir arkitektsins um hvernig maður ætti að sitja við skrifborðið og kom mér fyrir á sem skásta máta. Það ætti að flengja arkitekta sem hugsa ekki um vinnuaðstöðu starfsmanna heldur velja húsgögn eftir því hvernig þau tóna við loft, gólf eða veggi.

SMS-in frá mér eru svo alræmd fyrir að vera stutt. Yfirleitt samanstanda þau einfaldlega af „Já“ eða „Nei“. Ég hringi bara ef eitthvað þarf að ræða málin umfram það!

Ég er því þumlaveikifrír! Megi það endast.

Comments are closed.