DP 5 ára!

Í dag eru 5 ár síðan að Distributed Proofreaders komu fram á sjónarsviðið, í eldri færslu fór ég ítarlega yfir hvað það er.

Á þessum 5 árum hafa tæplega 8000 titlar verið prófarkalesnir og gerðir aðgengilegir núverandi og komandi kynslóðum. Sífellt fleiri leggja hönd á plóg og nú er Google að vasast í skyldum efnum.

Á netinu er því að finna sífellt meira efni sem annars myndi týnast, gamlar bækur morkna, er hent eða verða tímanum að bráð með öðrum hætti. Með því að koma efni þeirra á stafrænt form er mikill sigur unnin, hvort sem efnið telst til stórbókmennta, fræðslurita eða dægurdvalar.

Sjálfur mun ég fagna ársafmæli hjá DP í næsta mánuði, það var þó ekki fyrr en í vor og sumar sem ég tók af alvöru að einbeita mér að því.

Vek athygli á King Alfred bókinni sem tengt er á hér að neðan, lærði um upphaf breska heimsveldisins og fékk að vita það að engilsaxneskt fólk væri öllum öðrum þjóðflokkum æðri!

Comments are closed.