Fullkomin?

Eitt sem pirrar mig ósegjanlega er notkunin á orðinu fullkomin í auglýsingum.

Fullkomin tækni? Er þetta hátindur tækninnar? Víravirki í bíl? Ísskápur?

Samkvæmt auglýsingalögum má ekki segja að eitthvað sé “best” nema sé hægt að sanna það. Því er alltaf talað um “betri” og nú virðist tískan vera að segja fullkomið.

Fullkominn blandari! Við þurfum aldrei aftur að finna upp annan blandara!

Comments are closed.