Discovery

Settist fyrir framan sjónvarpið í kvöld (sem er frekar óvenjulegt nema klukkan sé 21:00 á mánudegi) og límdist alveg fyrir framan Discovery Channel.

Ólíkir og magnaðir þættir sem þarna voru.

Einna merkilegust fannst mér þó athugasemd indversks læknis, hann hafði starfað í Indlandi og svo seinna farið til Bretlands. Nú var hann kominn til Savannah í Georgíu og þar fékk hann vikulega jafnmörg fórnarlömb skotsára og hnífsstungna og hann hafði fengið á rúmlega 4 árum í Bretlandi. Stór hluti skotsáranna var vegna slysaskota. Ofbeldiskúltúrinn sem þarna er samhliða auðveldu aðgengi að skotvopnum þýðir bara að lífið er orðið afkaplega hverfult þarna niður frá.

Það fór betur fyrir fimmtuga karlinum sem kom á slysadeildina með hnífsblað fast í hálsinum en leit fyrst út fyrir. Hann hafði verið að rífast við konuna og var að ganga út úr dyrunum þegar hún stökk á eftir honum og stakk steikarhníf aftan í hálsinn þannig að blaðið brotnaði í manninum. Einhvern veginn tókst henni að sleppa við að skera sundur mænutaug þannig að karlanginn endaði ekki lamaður frá hálsi og niður úr.

Mér finnst reyndar magnað hversu langt fólk hleypir þessum myndatökumönnum reyndar, kvöldið endaði á American Casino þar sem við urðum vitni að týpískum vinnustaðamálum þar sem innri valdabarátta kom berlega í ljós. Leiðinlegt til þess að vita að einn skrautlegasti karakterinn sé látinn (sjá dánarorsök hér).

Comments are closed.