Giktin

Eftir spássitúr gærdagsins var löppin á mér alveg búinn. Fyrir rúmum 26 árum var vinstri löppin brotin í sundur og sett saman aftur, ákveðnar tæknilegar ástæður þar að baki. Þetta virkaði svo fínt næstu áratugi, eða þar til fyrir svona 5 árum að ég fór að fá verki í brotstaðinn. Ekki er búið að kveða upp endanlegan dóm um hvað þetta er en einna helst virðist vera um gikt að ræða.

Fæ verki í löppina við áreynslu og dró mig því úr fótboltanum nauðugur. Held að hjólið sé næst á dagskrá, það fer betur með þetta en labb, skokk og hlaup.

Helvíti hart samt að vera að kvarta undan gikt og ekki orðinn þrítugur.

Skruppum í dag í heimsókn á Selfoss þar sem við hittum fólk og annað, borðuðum kökur og ítalskar kjötbollur og fengum svo ferðasögu frá pabba þegar í bæinn var komið.

Comments are closed.