Merci et un fête d’achats

Rafmagnið fór af öllum Skútuvoginum um hálfþrjú í dag þannig að við Ásta notuðum tækifærið á meðan að óvinnufært var og skruppum í verslunarleiðangur. Í BT keypti ég fyrsta DVD-diskinn okkar Sigurrósar, og fyrir valinu urðu að sjálfsögðu Powerpuff-stelpurnar, reyndar ekki sá DVD diskur sem að var sýktur af vírusi, heldur Powerpuff Bluff. Komst að því mér til mikillar gleði að það er von á Powerpuff kvikmynd næsta sumar.

Í leiðinni fórum við svo í Smáralind þar sem ég festi kaup á tveimur miðum á forsýningu Hringadróttinssögu þann 19. desember.

Í kvöld var svo síðasti frönskutíminn í bili, vonandi að stundaskráin eftir áramót geri mér það kleift að geta sótt framhaldsnámskeið.

Samkvæmt einhverju froskaprófi var ég svo Pac Man Frog, en ég vil bara ekki meina að ég sé svona átvagl…

Að endingu, þá eru hérna jákvæðar fréttir fyrir þá sem nota Outlook (af hverju.. veit ég ekki) en þeir geta fengið smá græju sem að ætti að hindra helling af vírusum frá því að gera óskunda með því að nýta veikleika Outlook.

Comments are closed.