Enn eitt kjaftæðið á Deiglunni

Mikið eru þessir tappar á Deiglunni farnir að þreyta mann með því að baula um kennaraverfköll á ársfresti þegar sannleikurinn er allt annar.

Eitthvað er nú skárri greinin frá Helga E. Helgasyni í Fréttablaðinu um ástand kennara í skólum en segir þó ekki alla söguna.

Málið er einfalt, kennarar eru grundvallarstétt fyrir þjóðfélagsheilsu okkar og eiga að vera á góðum launum svo hæft fólk haldist í þessu. Léleg menntun = verra þjóðfélag = minni hagkvæmni = meiri eymd.

Þetta eru ekki flókin vísindi nema fyrir peningamennina sem sjá ekki annað en framleiðslulínur og tölur á ársfjórðungsgrundvelli.

Comments are closed.