Skitið á sig

Merkilegt nokk en færsla dagsins er tileinkuð færslu annarar manneskju!

Ég er nefnilega að velta því fyrir mér hversu stolt þessi stúlka hafi verið þegar einhver grey krakki gerði í buxurnar fyrir utan hjá henni.

Ég held ég myndi ekki vísa neinum frá sem þyrfti að nota klósettið nema um væri að ræða verulega vafasaman karakter sem færi líklega beint í lyfjaskápinn.

Í Skotlandi minnir mig að séu enn í gildi lög sem gera það refsivert að vísa fólki frá sem bankar upp á og er í brýnni klósettþörf.

Það er svona, í nútímanum fer sífellt minna fyrir samkennd borgaranna í samfélaginu, einkum meðal þeirra sem telja sig hægrimenn en vilja í raun lögmál frumskógarins

Samfélagið á einmitt að koma í veg fyrir að lögmál frumskógarins sé hið eina rétta, þetta lið er því að segja sig úr því samfélagi sem gerði því kleift að hljóta sína menntun, vinnu og allt umhverfi þeirra.

Sjálfum finnst mér að það eigi bara að flytja þangað sem frumskógarlögmálið er við lýði.

Comments are closed.