Allt þá þrennt er…

Svo vona ég í bili. Fór snemma í morgun aftur vestur, sæmilegasta veður mestalla leið en um leið og ég fór í gegnum hliðið (checkpoint) varð skyggnið ekkert, enda er herstöðin ofan á hól í algjöru berangri. Sá ekki kennileitin sem ég hef ratað eftir til þess að fara í vöruhúsið (sem ferð minni var núna heitið á) þannig að eftir að hafa villst um í engu skyggni náði ég að fá leiðbeiningar hjá Keflavíkurverktökum sem þarna eru með mikla starfsemi. Þessari síðustu kennslustund lauk svo um hádegi og ferðin austur (því ekki fer maður norður til höfuðborgarsvæðisins.. er það?) gekk vel.

Í kvöld er svo mikil ládeyða í mér að ég hef ekki hugmynd um hvað ég á af mér að gera.

Comments are closed.