The 51st State

Klukkan var ekki nema hálf-sjö í morgun þegar við stukkum út á svalir í ofsaroki og slagviðri til að bjarga grillinu okkar sem ætlaði að taka flugið yfir vel metershátt grindverkið.

Það hefði verið löngu fokið yfir (ábreiðan virkaði sem segl) ef gaskúturinn hefði ekki verið tengdur og virkaði því sem akkeri. Náðum ekkert að sofna eftir þessi átök og dagurinn því tekinn (of) snemma.

Held að suddaveður undanfarinna daga lofi einstaklega blautri og tjaldlítilli verslunarmannahelgi. Enda verðum við að mestu í heimahúsum.

Kíktum í kvöld á The 51st State sem er svona la-la byssumynd. Eitthvað klunnaleg og persónusköpun bágborin. Þokkaleg þó.

Comments are closed.