Kaffiboð

Buðum okkar allra nánustu ættingjum í kaffiboð í dag. Svona til að fagna 25 ára afmæli konunnar minnar (á mánudaginn) og nýju íbúðinni.

Þar sem við vorum rétt búin að ná að koma okkur fyrir þegar við fengum gestina okkar og túruðum með þá um Suðurlandið þá hefur verið lítið um gestakomur. Sumir voru því að sjá íbúðina í fyrsta skipti, og allir hinir í fyrsta sinn fulltilbúna. Ekki er allt þó komið en þetta er næstum því komið!

Comments are closed.