NAS og sending

NAS er lénið sem við vorum að logga okkur inná í dag uppá Keflavíkurvelli í dag, vorum með lappa sem við þurftum að tengja við lénið og sem vænta mátti var slatti af öryggisatriðum. Þegar að loksins grey vélin var tengd við lénið tók það hana 3 mínútur eða svo að lesa allar öryggisreglurnar sem að eru á léninu, hvað hún mætti og mætti ekki gera. Uppsetningin á kerfinu gekk vel annars.

Í kvöld var svo pakkinn sem Amazon.co.uk sendu af stað á laugardaginn að koma í hús, 4 dagar sem þetta tók, ekki slæmt það. Frá Bandaríkjunum á maður ekki að panta nema maður panti jólagjafirnar í júní… skelfileg þessi bandaríska aðferð að senda póst til útlanda einmitt þangað… og þá skiptir ekki máli hvert útlandið er, um leið og pakkinn er farinn út fyrir Bandaríkin eru þeir lausir við hann. Þannig geta pakkarnir manns farið til Grikklands, þaðan sem þeir verða svo að þræða Evrópu áður en þeir komast til Danmörku og þaðan til Íslands. Einn galli raunar, það vantaði eina litla kilju sem ég pantaði, nú er bara að komast að því hvort að Amazon hafi gleymt að setja hana í (hún er þó á kvittuninni) eða hvort að tollararnir hafi gleymt að setja hana aftur í við skoðun.

Comments are closed.