Skaftafell – Sælukot

Veðrið var orðið frekar tæpt í morgun, við pökkuðum í rigningarúðanum og eftir morgunmat í útieldhúsinu á Bölta héldum við beina leið á Vík þar sem áð var til að fá hádegismat.

Því næst lá leiðin í Sælukot, ég reyndar orðinn frekar slappur þannig að ákveðið var að gista bara þessa einu nótt þar í stað tveggja.

Hengirúmið var mikið notað af hinum þremur, við skruppum svo á Hellu í sund og fengum okkar að borða á Kanslaranum.

Heim aftur í Sælukot og þau spiluðu Catan á meðan að veiki ég las bara bók.

Comments are closed.