Rigning í Reykjavík

Blautur dagur í dag, rigningardegi var varið í Laugardalslauginni og svo heima við áður en farið var út að borða á Rossopomodoro í tilefni af tvöföldu 25 ára afmæli Sigurrósar og Stefu.

Þaðan héldum við á Gauk á Stöng en þangað höfðu þær stefnt fjölda fólks. Mæting var góð, sérstaklega miðað við árstíma, við sem eigum afmæli á sumrin fáum alltaf frekar slaka mætingu vegna sumarleyfa og fjarvista.

Stemmningin var fín, við gripum þó nokkur í “pool” (ekki er það billjarður… aðrar reglur í því? er það ekki?) og fólk úr mismunandi vinahópum náði að halda uppi samræðum.

Írafár lét svo loks sjá sig rúmlega hálf-tvö, ef þau hefðu verið 100 desíbelum lægri hefði ég kannski enst á dansgólfinu hjá þeim.

Comments are closed.