EM og FIFA

Þá er ljóst að “stórlið” Spánar, Ítalíu og Þýskalands komu, sáu og áttu að skammast sín. Steingelt spilamennska þeirra sem miðaði aðallega að því að halda boltanum nálægt miðju er enginn missir að. Þess í stað hafa lið sem spila skemmtilegan bolta, sérstaklega Danir, komist áfram og eiga það vel skilið.

Þessi þrjú stórveldi verða að fara að átta sig á því að þær verða gjöra svo vel og spila alvöru fótbolta ef þær ætla sér eitthvað.

FIFA eru magnaðir, núna vilja þeir ekki að menn fagni of mikið á vellinum:

Removing one’s shirt after scoring is unnecessary and players should avoid such excessive displays of joy.

Um þetta má lesa á vef þeirra sem og skoða skjal sem sýnir hvað er gult og hvað ekki.

Já… það er eins og leikmenn haldi að þetta sé einhver leikur! Næst verða það gul spjöld fyrir að brosa…

Comments are closed.