3100

Björn Bjarnason er magnaður. Ólafur Ragnar átti að ráðgast við ríkisstjórn og útskýra af hverju hann myndi synja lögum. Ætli það hafi átt að gerast á svipaðan hátt og ríkisstjórnin ráðgaðist við þjóðina og skellti svo á hana í miðju samtali?

Að gleðilegri málum. Hvar.is er vefgátt Íslands að alls kyns gagnasöfnum, nú er kominn þar inn nýr tilraunaaðgangur sem leyfir manni meðal annars að leita í The Times frá tímabilinu 1785 til 1985. Ég prufaði þetta með gömlu ritgerðarefni, Cavour og Piedmont, og fékk fullt af áhugaverðum greinum og fréttum sem eru yfir 150 ára gömul. Sagnfræðingurinn í mér alveg slefar yfir þessari gagnalind sem er opin Íslendingum fram að hausti.

Fór í dag og keypti mér nýjan síma þar sem Nokia 5110 síminn er farinn að slappast mjög eftir dygga þjónustu, farinn að slökkva á sér af og til og önnur leiðindi. Hugsa símann sem útskriftargjöf til mín þannig að útskriftargjafir mega bara vera smá fjárframlag upp í símann. Einfaldar allt.

Fékk mér líka minnisbók fyrir árið (7 mánuðir alveg eftir) sem ég stóðst ekki þar sem hún er helguð fornum kortum af heiminum, sem er skemmtilegt framhald af síðasta verkefni sem ég skilaði af mér (smá endurbætur og umsjónarkerfi).

Comments are closed.