Póstur, götur og wGetGUI

Þegar ég ók upp Nóatúnið í morgun varð ég fyrir því að aka á tæplega 50 km hraða ofan í smáskurð sem þar hafði verið skorinn þvert yfir götuna. Ég giska á að hann hafi verið um 20 cm á breidd og 5 cm djúpur, en það sem var aðalhættann var skörp malbiksbrúnin sem þarna var. Engar merkingar voru til þess að vara við þessum skurði, og ef ég hefði verið á meiri ferð hefði örugglega geta farið verr fyrir dekkjunum mínum. Ég sendi bréf því á gatnamálastjóra þar sem ég lýsti yfir hneykslun minni á því að merkingar vantaði. Hann svaraði mér:

“Þarna var grafinn skurður á seinni part dags á miðvikudegi og til stóð að malbika hann í gær sem ekki gekk eftir vegna veðurs.Eins og lýsing þín bendir til hefur af sömu ástæðum skolast úr yfirborði hans og myndast brúnir við malbik. Fyllt hefur verið í skurðinn að nýju og fylgst verður með ástandi hans en gert er ráð fyrir frágangi á mánudag.”

Hins vegar kom ekkert þarna fram um hvort að merkingar yrðu bættar…

Komst að því mér til mikillar ánægju að Símnet eru búnir að breyta stillingum SMTP-þjónsins síns, spurning hvort að það hafi gerst núna síðustu daga, eða þá (sem er líklegra) þegar þeir skiptu alveg um póstkerfi fyrir nokkrum vikum síðan. Ég get sumsé sent póst án þess að hafa hann með Reply-To: notandi@simnet.is. Mínusinn sem Símnet hafði fyrir lélega SMTP-þjónustu sína fyrir nokkrum mánuðum er því strokaður út.

Er búinn að vera kátur yfir því undanfarið að finna wget fyrir windows (dos), fór svo að spöglera í því að æfa mig í gluggaforritun fyrir windows með því að búa til GUI útgáfu af wget. Fann ég þá ekki einhvern sem var þegar búinn að því, wGetGUI. Ætla aðeins að krukka í kóðann og athuga hvort ég geti eitthvað bætt þetta, eða lært af þessu.

Áhugavert lesefni:

  • Bill Gates Gives Open Source a Boost
  • Comments are closed.