Don Blatter

Sá í gær þátt um Joseph Blatter, forseta FIFA, sem nefndist “The Untouchable”. Ég vissi á tímabili ekki hvort hér væri um að ræða fjórðu Godfather myndina, lélega Godfather eftirlíkingu eða alvöru heimildarmynd.

Maðurinn er gjörsamlega búinn að tapa sér, fimmta hvert orð sem kom upp úr honum var “fjölskylda” og átti hann þá við ýmislegt innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Hann vill ekki láta dómstóla leysa úr málum sem að brjóta greinilega í bága við lög heldur á “familian” að leysa þetta innan sín.

Um Zen-Ruffinen sem útbjó ítarlega skýrslu um klæki og óþokkabrögð Blatters segir Blatter: “ól ég upp eins og minn eigin son í 14 ár innan FIFA, ég er mjög sár yfir aðgerðum hans”. Halló! Maðurinn sá í gegnum þetta helvítis mannkerti og skrifaði um það en átti að vera þægur og góður enda í fjölskyldunni.

Ekki bættu þeir úr skák hinir, forsetar UEFA, CAF, CONCACAF og fleiri sem að hegðuðu sér eins og ljótustu mafíósar og fundir þeirra minntu á senur úr mafíumyndum.

Það er augljóst að gífurlegir fjármunir úr sjóðum FIFA hafa horfið sporlaust og það sem verra er, menn fá að komast upp með þetta og ef þeim er sparkað þá er viðkomandi sambandi refsað af FIFA (eins og kom fyrir Antigua og Barbúda) sem vildi sína óþokka áfram.

Ég hræki á svona lið.

Comments are closed.