Monthly Archives: March 2004

Uncategorized

Hættur í EVE

Jújú, ég er hættur í EVE… aftur. Hægt að skoða myndböndin hér innanlands á þessari síðu, bara gera “Save target as” og vista á eigin vél.

Úps, gleymdi að setja Adiue myndina á íslenska staðinn, komið núna

Uncategorized

Íþróttayfirlit

Mínir menn í Sheffield Wednesday, Mercedes McLaren, Real Sociedad og Phoenix Suns hafa nú ekki átt góða daga undanfarið.

Bót í máli er að Lyon og Porto komust áfram í meistaradeildinni. Manchester United datt út á marki á lokasekúndum sem þeir hafa átt inni lengi. Benni McCarthy skaut á MUncana svo, spurði þá hvernig þeim liði fyrst þeir töpuðu fyrir stelpum an MUncarnir hafa víst verið venju samkvæmt dónalegir við andstæðingana og sagt að Porto spili eins og stelpur.

Uncategorized

Pressan virkar

Haldiði ekki bara að smá pressa sé að virka, Gunna farin að blogga.

Uncategorized

Bútar úr Scotsman

Mér hafa alltaf fundist sekkjapípur töff og fagna því að yfirvöld í Edinborg ætli að smella þeim í námsskrá. Verst hvað sekkjapíputónlist er oft einsleit en hún er ofsalega töff.

Annars hafa ýmsir í Skotlandi leitað á náðir tónlistarinnar til að fæla ungt fólk í burtu sem hangir þar sem aðrir vilja helst ekki hafa það. Í þetta sinn dugði Bach til.

Allir kannast við máltækið um feitu óperusöngkonuna en þær geta víst verið það feitar að þær eru reknar.

Uncategorized

Hundeltir broddgeltir

Íbúar á skoskum eyjum geta nú fengið 20 pund fyrir hvern broddgölt sem þeir drepa, kvikindin voru víst flutt til eyjanna til að drepa snigla en eru nú sjálf orðin algjör plága. Dýraverndarsamtök ætla að bjóða jafn mikinn pening fyrir lifandi broddgelti sem þau ætla svo að flytja til meginlandsins.

Snæbjörn hinn hárprúði bendir á merkilega síðu þar sem finna má myndir úr draugabæ við Tsjernóbíl. Magnaðar myndir.

Uncategorized

Geggjað

Vá. Með hellu í eyrunum og enn með vínanda í blóði.

Djammið var magnað, eftir smá upphitun hjá Gunnu mættum við í Smárann sem var búið að gjörbreyta. Teppalagður veislusalur og parket á dansgólfi, allt umvafið miklum bláum tjöldum þannig að ekki sást í rimlana, mörkin og körfuboltaspjöldin. Sviðið var stórt og flott og sitt hvorum megin við það voru risaskjáir þar sem myndbönd voru leikin þegar við átti.

SImmi og Jói voru kynnar og voru alveg þokkalegir, einstaka brandarar voru fínir og einstaka pínlegir. Pínlegheitin komu þegar verið var að veita Knútinn (nokkurs konar Óskarsverðlaun) og nemendur komu upp að kynna. Ég efast ekki um að sketcharnir sem þeir voru með áður en þeir komu sér að sjálfum verðlaununum hafi litið ágætlega út á pappír en framkvæmdin varð ekki alveg nógu góð.

Bongó-trommur og fimleikastelpa sem og 2 sett af eróbikk dömum voru svo meðal skemmtiatriða, mjög flott atriðin.

Páll Óskar plötusnúðaðist, Kalli Bjarna tók nokkur lög og svo voru Í svörtum fötum á fullu. Ég dansaði umtalsvert en um 2-leytið var ég gjörsamlega búinn, bæði þolið lélegt og svo lappirnar líka, var ekki með innlegin sem hefðu kannski getað lengt danstímann. Á dansgólfinu mátti meðal annars sjá Ágúst sem ég heilsaði, hann þekkir mig víst sem JBJ (grunað að það sé alfarið Unni að kenna sem kallar mig víst aldrei neitt annað).

Það var mjög sáttur maður sem hringdi í konuna sína og var sóttur um hálf-þrjúleytið.

Sofnaði rúmlega þrjú en var kominn á lappir aftur klukkan sjö! Vaknaði rétt fyrir sjö og fékk mér vatnssopa en bara var ekki í stuði til að sofna þannig að ég vakti til hálf-eitt, fór meðal annars labbandi út í bakarí og keypti þar brauðmeti og Trópí Tríó og kom svo heim og vakti konuna.

Hálf-eitt var ég svo orðinn verulega þreyttur og lagði mig í fjóra tíma.

Eftir þurrð undanfarinna vikna er ég loksins farinn að skrifa þokkalegar færslur aftur, get ekki lofað því að það endist lengi þar sem lokatörnin er nú í skólanum, líkur á stuttum og lélegum færslum aukast umtalsvert við það.

Til að hafa þetta ekki lengra ætla ég að sleppa því að fjalla ítarlegar um eftirfarandi tengla sem eru vel þess virði að skoða.

P.S. Gleymdi alveg að minnast á það að ég fékk í gær frá Amazon.de diskana með Max Raabe og Palaster Orchester. Argandi snilld þar sem þeir taka lög eins og Sexbomb, Super Trooper og fleiri og setja í svona millistríðsárabúning (30’s). Búið að vera á repeat síðan ég vaknaði. Áhugasamir geta heyrt 12 mínútna brot hér.

Uncategorized

Fyrsta djammið

Í kvöld er það mitt fyrsta djamm í lengri lengri lengri tíð. Tilefnið er árshátíð Visku, sú fyrsta og síðasta sem ég mæti á.

Uncategorized

Vögguvísur og boltaval

Nú eru Bretarnir farnir að velta því fyrir sér sem mér hefur sjálfum alls ekki litist nógu vel á. Vögguvísurnar eru nefnilega all skuggalegar, ég meina hver heldur að barnið muni sofa betur þegar því er sagt að “úti bíður andlit á glugga” og álíka?! Vögguvísur barnanna okkar verða í lagfærðri útgáfu ef ég fæ að ráða þegar þar að kemur.

Pele var víst að velja 100 bestu leikmenn sögunnar en átti erfitt með valið og valdi því annað hvort 125 eða 120 leikmenn, Brasilíumenn eru æfir yfir valinu.

Uncategorized

Staðreyndir (c)

Úff, vond tíðindi að vestan, vonandi ná þessi lög ekki að ganga í gegn.

Hands Off! That Fact Is Mine

Uncategorized

Sko fyrst ég er útskrifuð

Í Mogganum í dag birtist stutt og óhemju hallærisleg grein eftir Sigþrúði Ármanns sem mig grunar að sé litla systir Birgis Ármanns.

Þar greinir stúlkan frá því að hún sé nú útskrifuð úr Háskóla Íslands, hún hafi þar borgað 30.000 kr fyrir hvert skólaár en kostað skattborgara 300.000 kr. Henni finnist því tilvalið að hækka skólagjöldin til að leiðrétta þennan “halla”.

Er það bara ég eða er hrikalega hallærislegt að koma fram með þetta þegar maður er útskrifaður og þarf auðvitað ekki að borga hærri skólagjöld!

Háskólinn ætti að vera ódýr fyrir námsmenn. Skattarnir fara í margt vitlausara en menntun Íslendinga. Sjálfur er ég við HR þar sem við borgum sex sinnum meira í skólagjöld en við HÍ en það er mitt val að fara í dýrari háskóla. Aðrir ættu að hafa þann valkost að fara í ódýrari ef þeir vilja. Menntun er mannréttindi, ekki forréttindi.