Monthly Archive: January 2004

Oddsson og Ásgrímsson vita betur en Blair?

Ekki stoppaði það á sínum tíma þá Blair, Bush og Oddsson að segja heiminum hversu hættulegur maður (það er nokkuð ljóst að hann er vondur) Saddam Hussein væri þar sem hann réði yfir “gjöreyðingarvopnum”...

Dinner að Betrabóli

Fín kvöldstund hjá okkur, rauðvín, piparsteikur og smá sjónvarpsgláp. Sería 3 af Star Trek:Enterprise er með fullmiklum 9-11 keim, kannski Bermann og Braga taki þetta samt í vitræna átt. Þáttur þrjú hlýtur þó að...

Coraline

Steingleymdi að uppfræða fólk um það að ég braut blað í sögu minni um jólin. Reyndar braut ég færri blöð en áður, las aðeins eina af þeim fimm bókum sem ég fékk. Fyrir valinu...

Ljótu þjófarnir

Já grey tengdó lenti aldeilis illa í þjófum sem bara hoppuðu út, stálu garðstássinu hennar og keyrðu í burtu. Kolaportsgestir vinsamlegast hafi augun hjá sér!

Tenglar

Skotar eiga víst sína karlkyns útgáfu af J. K. Rowling, virtur vísindamaður sem að skrifar leynilöggusögur um þéttholda konu í Botswana. Mér og Neil Gaiman fannst verulega súr þessi reynsla 7 ára gutta sem...

Bombur og ætluð kynbomba

Einhver bara í allranæsta húsi er að sprengja þvílíkar bombur þannig að glymur á milli húsaveggja. Sama vandamál og Matti á við að stríða. Setningu ársins enn sem komið er á pabbi guttans sem...

Umraðanir

Helstu afrek dagsins voru að símast aðeins fyrir vinnuna og reyna að raða saman tiltölulega árekstralítilli stundatöflu í skólanum. Þá er bara að sjá á morgun hvort þetta hafi tekist.

Scotsman

The Scotsman er skemmtilegt blað, þeir benda á rannsókn sem sýnir að mömmustrákar séu bestu leiðtogarnir og að Tim Berners-Lee, oft kallaður faðir Internetsins, er nú orðinn Sir Tim Berners-Lee.

Ítalía og Catan

Í kvöld fórum við á Ítalíu með Stefu og Rúnari, í fyrsta sinn sem ég hef komið á þennan stað. Maturinn var vel útilátinn og fínn á bragðið. Reyndar pirraði það mig og augun...

Idol og Svínasúpa

Kíkti í dag til pabba og Daða. Haukur var á svæðinu þannig að ég náði að óska öllum gleðilegs árs. Við Sigurrós kíktum svo inn í Kringluna vopnuð gjafabréfunum sem við fengum í jólagjöf....