Monthly Archives: December 2001

Uncategorized

Røyksopp

Mikið var að maður fann eitthvað snilldarlegt á þessum NagPortal :p, einhver Levy gaur sem að fann þetta band og setti tvö frábær lög þar sem auðvelt var að nálgast þau, það er hérna.

Skoðaði próf sem að einhver Flygenrig gaur benti á, samkvæmt heimspekiprófinu þá er ég á sömu línu og Sartre (100%) og Mill (92%), þar á eftir koma svo Bentham (84%), Kant (81%), Aristóteles (75%) og Rand (70%). Neðst á lista voru Cynics (13%).

Í trúarprófinu er ég svo á sömu línu og Secular Humanism (100%), Universitarian Universalism (93%) og Atheists and Agnostics (76%). Ekkert sem kom mér á óvart. Neðst á lista voru Vottar Jehóva (6%).
Flísin er enn í.

Uncategorized

Flís í fót

Fékk þessa dágóðu flís sem fór talsvert inn í hælinn á mér, ekki reynt að ná henni úr, leyfi líkamanum að pota aðeins sjálfum í hana svo að ég fari ekki að skera hælinn í sundur við að ná henni.

Uncategorized

Tilfærsla

Tók mér þrjá tíma í dag í það að flytja gagnagrunna og skjöl af linux-servernum mínum yfir á windows-server. Linuxvélin er að fara í tékk vegna galla í móðurborði sem er í ábyrgð, þannig að windowsvélin er bara til bráðabirgða. Þetta var furðu þægilegt, gagnagrunnar hreinlega afritaðir í skráarformi, notendur settir inn, öll skjöl flutt yfir, fiktað í Apache-stillingum, IP-tala færð yfir, restart og allt komið í himnalag (fyrir utan einn vefinn sem var með harðkóðuðum stillingum… /home/og/svo/framvegis, ekki beint sniðuglega gert hjá þeim sem það gerði).

Ég er alltaf jafn hrifinn af mætti Apache, MySQL og PHP. Apache er æði, er ekki til svona þægilegur FTP-þjónn fyrir bæði Windows og Linux?

Uncategorized

Jólahlaðborð

Í kvöld var jólahlaðborð vinnunnar haldið, í þetta sinn í Perlunni. Það tók mann smátíma að venjast því að vera sífellt á ferð, jafnvægisskynið var ekki alveg að gútera það til að byrja með. Þjónustan var góð, maturinn góður (en ekki frábær þó), og eftirréttirnir fóru alveg með mig, ég náði ekki að smakka á öllum og græt ennþá yfir því. Reyndar voru sörurnar ekki eins góðar og heimabakaðar, og ekki ostakökurnar heldur.

Uncategorized

LAN #2

Í kvöld héldum við annað CS-lan uppí vinnu. Vorum oftast 10 að spila og skemmtu sér allir konunglega frá rúmlega 18 til miðnættis.

Okkar deild varð í öðru sæti í jólaskreytingakeppninni, og var það greinilega vegna tregðu okkar til að múta dómnefnd sem að féll fyrir tveimur konfektsortum, gosi, rauðvíni og smákökum sem að þjónustudeildin bauð uppá. Við erum hins vegar klár á því að við erum best skreytta deildin… þarfalýsing dómnefndar lá ekki ljós fyrir ella hefðum við lagt meira í múturnar vafalaust. 🙂

Mér var nóg boðið þegar ég las um loftárásir Ísraelsmanna á opinberar byggingar palestínskra yfirvalda og ritaði bréf þess efnis til forsætisráðherra, utanríkisráðherra og formanns og varaformanns utanríkisnefndar Alþingis. Ætli það fari ekki beint í ruslið hjá þeim, en ég stakk því á hugi.is líka svona til vara. Skömmu eftir að hafa sent bréfið las ég svo að Kofi Annan væri að vinna í friði í heiminum með því að koma fram í Sesame Street, hann gæti ekki hafa verið fjær Miðausturlöndum en þetta.

Uncategorized

Merci et un fête d’achats

Rafmagnið fór af öllum Skútuvoginum um hálfþrjú í dag þannig að við Ásta notuðum tækifærið á meðan að óvinnufært var og skruppum í verslunarleiðangur. Í BT keypti ég fyrsta DVD-diskinn okkar Sigurrósar, og fyrir valinu urðu að sjálfsögðu Powerpuff-stelpurnar, reyndar ekki sá DVD diskur sem að var sýktur af vírusi, heldur Powerpuff Bluff. Komst að því mér til mikillar gleði að það er von á Powerpuff kvikmynd næsta sumar.

Í leiðinni fórum við svo í Smáralind þar sem ég festi kaup á tveimur miðum á forsýningu Hringadróttinssögu þann 19. desember.

Í kvöld var svo síðasti frönskutíminn í bili, vonandi að stundaskráin eftir áramót geri mér það kleift að geta sótt framhaldsnámskeið.

Samkvæmt einhverju froskaprófi var ég svo Pac Man Frog, en ég vil bara ekki meina að ég sé svona átvagl…

Að endingu, þá eru hérna jákvæðar fréttir fyrir þá sem nota Outlook (af hverju.. veit ég ekki) en þeir geta fengið smá græju sem að ætti að hindra helling af vírusum frá því að gera óskunda með því að nýta veikleika Outlook.

Uncategorized

Jólaskreytingar

Í dag fórum við mikinn í jólaskreytingunum í vinnunni, skruppum fjögur úr deildinni í Skeifuna þar sem að verslað var inn í Rúmfatalagernum, Verkfæralagernum og Hagkaupi.

Ég setti upp 100 ljósa seríuna, við fylltum Orangina flöskurnar, sem við Sigurrós höfum verið að safna, með vatni og matarlit, bjuggum til jólasveinahúfur á flöskurnar og gerðum sitthvað annað til að skreyta hjá okkur.

Áhugavert lesefni:

  • Hættuleg efni í PlayStation
  • World Cup plans nicked in FA laptop burglary
  • Uncategorized

    SV-DVD1E

    Jæja, það fór víst svo að við keyptum spilarann sem við sáum á laugardaginn í Smáralind. Eftir ítarlegar rannsóknir á netinu fékk ég staðfest að þetta væri fínasti gripur, og þó að hann væri mjög svo dýr þá langaði okkur í hann núna, en ekki eftir ár þegar að hann er örugglega helmingi ódýrari. Kosturinn við það að lifa spart og safna peningum er sá að geta endrum og sinnum leyft sér svona munað.

    Tókum “High Fidelity” í DVD-formi á Laugarásvídeó, kom mjög vel út og allir ánægðir.

    Enn ein ferðin í Keflavík, sem betur fer þurfti ég ekki að keyra enda orðinn þreyttur á því í bili.

    Áhugavert lesefni:

  • George Harrison og kvikmyndir
  • Uncategorized

    Jólaföndur

    Í eldhúsinu liggja nú einar tuttugu eða svo Orangina flöskur í bleyti í vaskinum. Það ku víst vera besta aðferðin til að ná af þeim límmiðunum, en þeir eiga ekki vel við næsta hlutverk flasknanna, að verða jólaskraut í vinnunni.

    Ég ætla að minnsta kosti að gera tilraun til föndurs, held ég að handavinnukennarar mínir fengju slag, enda aldrei fengið meira en 6 í handavinnu og smíði á minni lífsleið.

    Samsung spilarinn er kominn aftur inn í myndina eftir ítarlega rannsókn í dag og í gær á því hvar best sé að fá hann og hvernig eigi að fínstilla hann. Í umræðu í vinnunni í dag var ótrúlega einfalt að færast frá umræðu um DVD yfir í umræðu um hvernig risafyrirtæki eru að taka þegna í nefið með aðstoð þeirra ríkisstjórna sem þegnarnir kjósa til þess að vernda þá… þetta liggur allt í augum uppi en fátt er aðhafst… ennþá.

    Áhugavert lesefni:

  • Harrius Potter
  • Uncategorized

    Flutningar

    Byrjaði á því að undirbúa flutninginn af aðalvefþjóninum á varavefþjón, sem að mun vonandi gera sitt besta á meðan að hinn fer í læknisrannsókn.

    Áhugavert lesefni:

  • Bandaríkjamenn enn sakaðir um glappaskot í árásum á Afganistan