Category Archives: Molasykur

Molasykur

Stikkorð

Vinna, heimanám, Cartoon Network, National Geographic, svefn.

Áhugavert lesefni:

Molasykur

Dýrið í þér

Allir að taka svona persónuleikapróf þessa daganna, ég kíkti á eitt enn, svokallað Animal in you, og þar sagði að ég væri “You are either a Wild Dog or a Wolf personality. But you may also be a Owl personality.” Svo sagði að ég yrði að velja það sem að mér fyndist lýsa mér best, mér tókst hins vegar ekki að velja á milli uglunnar og úlfsins, villihundurinn var hins vegar fjærstur.

Þetta próf er reyndar eiginlega auglýsing fyrir samnefnda bók, eins og lesa má á vefnum þeirra. Fólk hefur bara svo gaman af svona skoðanakönnunum að þær duga vel til að trekkja að gesti.

Á mánudagskvöldum er annars EuroGoals á EuroSport, eini fótboltinn sem ég sé reglulega.

Áhugavert lesefni:

Molasykur

Discovery Channel

Ekki eins mikill letidagur og í gær en samt nálægt því. Skrapp til litla bróður og fiktaði í tölvunni hans, þó með takmörkuðum árangri þar sem það vantaði hitt og þetta, maður verður að fara að setja ýmsustu tölvuparta í verkfærasettið sitt.

Horfi oft á breiðvarpið á meðan að ég sit og vinn/leik mér í lappanum, Discovery Channel ratar oftar en ekki á skjáinn þá. Í kvöld var á dagskrá “Creepy Creatures”, nokkrir þættir með þema um smádýr sem að vekja óhug margra. Þar var sýnt hvernig maðkar flugna eru notaðir í lækningaskyni til að hreinsa sár og sýkingar, þeir éta víst bara dautt og rotnandi hold en ekki lifandi. Einnig voru blóðsugur notaðar þó nokkuð, í þeim þætti var jafnframt sýnt hvernig kona sem missti þumal fékk nýjan, sem var fyrrverandi stóratá hennar (mun stærri en þumallinn.. en virknin skiptir meira máli en fagurfræðin). Svo voru það MS-sjúklingarnir sem að láta býflugur stinga sig því að býflugnaeitrið hefur heilsubætandi áhrif á þá, eins undarlega og það gæti hljómað. Margt fleira fróðlegt sem þarna kom í ljós.

Mér finnst Discovery Channel bara vera æðisleg stöð, þó nokkuð af endurtekningum á þáttum, en þá eru bara minni líkur á að maður missi af einhverju sniðugu.

Molasykur

Laugardagur í leti

Dagurinn var algjör letidagur, hékk heima að spila tölvuleiki og gera mest lítið annað.

Pabbi kom reyndar í mat í kvöld, og það var rabbað aðeins saman, við vorum reyndar öll sammála (sem er sjaldgæft) um það hvað þessi blessaði þáttur með Steinunni Ólínu er leiðinlegur.

Áhugavert lesefni:

Molasykur

Crêpe à la vapeur

Frönskutímarnir að ganga ágætlega, er að reyna að vera skipulagður í náminu jafnframt. Vorum að kíkja á helstu matartegundir sem koma fyrir á Menu (borið fram muny), og vorum jafnframt vöruð við að forrétturinn crêpe à la vapeur er gufusoðið pönnukökudeig, en ekki eiginleg pönnukaka.

Tók eftir því þegar ég fór frá Miðbæjarskóla að búið er að loka hluta Laufásvegar, þar sem bandaríska sendiráðið er til húsa. Einn stór lögreglubíll stendur við eitt hornið og lokar fyrir alla umferð þar, gaman að vera á vaktinni þar.

Áhugavert lesefni:

Molasykur

Cartoon Network

Heilsuátak þessa vikuna í vinnunni, og maturinn víst í hollari kantinum sökum þess. Ýsa í tómatsósu í dag, og var bara þokkalegasti matur, frekar þurr fiskur en vel ætt.

Cartoon Network er snilldarstöð með mörgum góðum (og reyndar nokkrum vondum) teiknimyndum. Mér finnst reyndar áhugavert hvað mikið af teiknimyndunum er frekar við hæfi eldri áhorfenda, Power Puff stelpurnar eru alveg æðislegar oft, vel skrifaðir þættir með skemmtilegar skírskotanir í Star Wars, Monty Python og fleira, hins vegar ekki alveg eitthvað sem ég myndi leyfa börnunum mínum að sjá fyrr en þau væru orðin 10-12 ára eða svo. Dexter’s Laboratory er önnur snilli með húmor í svipaða átt, en ég veit ekki alveg hvað litlum börnum finnst um hann. Scooby Doo hins vegar er það allra leiðinlegasta sem að sést hefur á sjónvarpsskjá, þó virðist þetta vera hrikalega vinsælt?

Áhugavert lesefni:

Molasykur

Hraustur líkami

Eftir að hafa rekið augun í þessa síðu þá er ég orðinn enn staðráðnari í því að vera orðinn glæsilegur hvítur kroppur næsta sumar (ljós fara svo illa með húðina!).

Í fyrramálið mun ég skutla Sigurrós í skólann, og fara svo í World Class í fyrsta tímann minn þar, kannski hitti ég Óskar vinnufélaga minn þar, og vonandi verður þetta að sömu rútínu hjá mér og þetta er orðið hjá honum (flesta virka morgna klukkan 8).

Leikir Molasykur Tækni

Fimleikar

Lítið markvert gert í dag, smá PHP fimleikar og smá CM spilun. Ég er orðinn verulega þreyttur á þessari DDE Error villu sem að Windows 2000 er sífellt með, en það er víst ekkert hægt að gera í þessu samkvæmt vefnum hjá Microsoft. Ég hef sjálfur reynt allt, ég er búinn að strauja þessa vél 7 sinnum, eitt sinn meira að segja með Linux til að geta tætt diskinn gjörsamlega í sundur. Samt hangir þessi DDE villa inni, hún veldur því að sum forrit deyja þegar þeim sýnist og önnur fara ekki upp nema suma daga. Það eru góðar ástæður fyrir andúð minni á Microsoft, númer eitt er vanhæfni þeirra til þess að skila af sér vörum sem virka.

Áhugavert lesefni:

Bækur Molasykur

Sannleikurinn

Skrapp í Eymundsson til að kaupa “Café Creme 1” bækurnar sem að ég mun notast við í frönskunáminu. Því miður var bara vinnubókin til, þannig að ég þarf að fara aðra ferð til þess að finna lesbókina. Það sem kom mér hins vegar mest á óvart var að ég sá í hillu nýjustu kiljuna frá Terry Pratchett, “The Truth”. Það sem að kom mér svona mikið á óvart var að Amazon.co.uk segir að hún komi ekki út fyrr en 1. nóvember!

Það undarlega í þessu er að Pratchett er breskur rithöfundur, og The Truth er komin út í kilju í Ameríku (en mikið skelfilega er sú kilja ljót) og er til sölu á Amazon.com. Þessi kilja sem ég keypti er gefin út af Corgi í Bretlandi, og lítur út eins og allar hinar Discworld kiljurnar mínar (25 talsins með The Truth), en samt er Amazon.co.uk ekki að fá að selja hana fyrr en 1. nóvember? Amazon er raunar í miklu uppáhaldi hjá mér, vefurinn þeirra er til fyrirmyndar sem og þjónustan.

Það er annars orðið að sið hjá mér að borða Doritos “Nacho cheese” og fá mér kóksopa á meðan að ég les Discworld bók, man ekki alveg hvernig sá siður kom til en þetta er skemmtilegur og bragðgóður siður að mínu mati, ég er orðinn svo staðfastur að fá mér sjaldan kók og snakk, en fyrir svona bækur gerir maður undantekningar.

Sá eitt skrítið í umferðinni í dag, bíll á undan mér var kyrfilega merktur Sjóvá-Almennum og Olís, og svo stóð með stórum stöfum víðs vegar á honum “umferðaröryggisfulltrúi”. Ég er ekki alveg viss um hvað hann á að gera, gæti verið áhugaverð starfslýsing. Annars er alltaf jafn gaman að velta þessum germanska sið að búa til löng samsett orð fyrir sér, á meðan að rómanski siðurinn er sá að setja la og de og þess háttar forsetningar á milli orða, þannig að ofangreint starfsheiti væri á að giska 5 orð í frönsku, jafnvel meira?

Áhugavert lesefni:

Molasykur

Je m´apelle Jóhannes

Fyrsti frönskutíminn af ellefu var í kvöld. Fórum yfir ákveðinn greini og nokkrar óreglulegar sagnir og svo 20 nafnorð og sagnorð eða svo. Nú er bara að vera duglegur að læra heima og nýta sér margmiðlunardiskana (þetta hugtak væri á að giska 6 orð á frönsku) sem ég keypti fyrir 2 árum eða svo.

Sá að Hrafnkell er byrjaður að blogga aftur, það er munur að geta verið með vefgáttina sem að sefur aldrei og vaktar alla (sem vilja láta vakta sig). Svo er Jón Kristinn Snæhólm, sem ég kannast við frá forðum daga, víst byrjaður með Málið á Skjá einum.

Áhugavert lesefni: