Uncategorized

Viktorískar upphrópanir

Neil Gaiman bendir á tengil dagsins, Victorian Sex Cry Generator.

Fékk símtal í dag, Elín er heima þessa dagana sem er gleðiefni. Nú er að koma henni í gang með eigin vef áður en hún stingur aftur af.

Uncategorized

Afmæli aftur

2 ára dagbókarafmæli og þá um leið 28 ára afmæli mitt í dag.

Fór heim úr vinnunni um hádegið, frekar slappur en þó ekki jafn illa haldinn og grey faðir minn sem er víst illa farinn af einhverri pest.

Ósköp rólegur afmælisdagur því í dag. Bara kúrt heima.

Arnold Svakanaggur er með ekkert smá stórt númer hjá sér sem aðal ráðgjafa í efnahagsmálum. Næstríkasti maður heims, hann Warren Buffett mun ráðleggja Svakanaggnum. Warren Buffett er þekktasti fjárfestir í heimi og talinn alger gúrú.

Endum þetta á viðeigandi nótum, hvalaviðrekstur gerir vísindamenn steini lostna.

Uncategorized

Lógósmið vantar

Æ einhver veira að hrella mig núna? Búinn að vera með hausverk og leiðindi í dag.

Lógósmið vantar fyrir fjárvana (non-profit) félag (sem er reyndar skráð sem 501(3) félag í Michigan, USA sem þýðir að draga má vinnu fyrir það frá skatti). Vefurinn fær um 5000 gesti á dag þannig að lógóið mun fá einhverja sýn á hverjum degi. Áhugasamir hafi samband við mig (það má reyna).

Uncategorized

Salernin

Ég vil fá svona klósett. Kíkjum á þetta við tækifæri.

Kennslukona á eftirlaunum sem fór til Íraks sem “mannlegur skjöldur” hefur nú verið rukkuð um 10 þúsund dollara sem sekt. Hún neitar að borga og á von á hærri sekt og fangelsisdómi.

Uncategorized

Arrrr!

Fórum í kvöld á sjóræningjamyndina. Prýðisgott ævintýri, alvöru popp og kók mynd.

Hér á heimilinu hefur þrýstingur vegna brúðkaups farið stigmagnandi og líkur á að svoleiðis verði haldið á þessum áratug. Hins vegar efast ég um að það verði eins og þetta.

Það kemur mér ekki ýkja á óvart að drykkja sé lykillinn að starfsframa. Þetta útskýrir launaraunir mínar þar sem ég drekk ekki bjór og ósjaldan sleppt því að fara eitthvað og fá sér einn öllara.

Ágúst bendir á grein um áhrif Amelie á tökustaðina, verst að þarna þarf áskrift líklega til að lesa sem og aðrar greinar NY Times. Áskrift er reyndar ókeypis fyrir okkur sem erum utan Bandaríkjanna, ég sé ekki eftir því að hafa skráð mig um árið.

Uncategorized

Af fótboltanum

Já, það kemur manni ekkert svakalega á óvart að 8 manns deyja eða lamast í því sem Ástralir kalla fótbolta (ruðningur). Af 80 leikmönnum sem slösuðust alvarlega hlaut aðeins einn meiðslin í alvöru fótbolta (knattspyrnu).

Setti í dag inn leikjalista Uglanna fyrir þetta tímabil. Sá að svo skemmtilega vildi til að QPR mætir Sheffield Wednesday 29. nóvember. Sá dagur er afmælisdagur pabba sem er einmitt stuðningsmaður QPR. Við ættum kannski að smella okkur á völlinn í tilefni þessa?

Uncategorized

Góð byrjun

Uglurnar hófu leik í 2. deildinni í Englandi í dag. Jú þær eru víst í 2. deildinni þetta tímabil en það er bara svona einnar leiktíðar andleg hreinsun sem er í gangi áður en þær pakka saman þeim deildartitli og halda áfram í úrvalsdeildina aftur.

Að sjálfsögðu var niðurstaðan sigur.

Þar sem konan hélt á ball með Sálinni í kvöld á Selfossi þá bauð pabbi mér í mat. Við komum þarna saman allir 4 bræðurnir og er það alveg einstakt tilfelli. Fiktaði í tölvum heimilisins og kom þeim í betra horf en áður.

Uncategorized

Góð fjárfesting

Fór í dag í Beco og festi þar kaup á hleðslurafhlöðum og hleðslutæki. Rafhlöðurnar eiga að endast 10 sinnum lengur per hleðslu en venjulegar Alkaline-rafhlöður.

Það mátti ekki seinna vera, ég er kominn með hrúgu af Alkaline-rafhlöðum á borðið og ekki eru þær ókeypis. Nú ætti ljósmyndaæðið okkar að fara að ná nýjum hæðum.

Uncategorized

Innbyggða öryggið

Mikið kósýkvöld hjá okkur skötuhjúunum.

Eftir að hafa heyrt fréttirnar af hitunum miklu í Evrópu, mannslátum tengdum þeim og aðvörunum lækna að stunda ekki kynlíf í þessum hita (nokkur dauðsföll vegna þessa) þá fór ég að velta því fyrir mér hvort þetta væri öryggið sem náttúran hefði sett í okkur mennina.

Í bók (Acts of the Apostles) sem ég las fyrir einhverjum mánuðum var lögð áhersla á einhvers konar öryggi í öreindavélmennum sem búin voru til, það þurfti að búa til þekktan galla í þau til að hægt væri að kippa þeim úr sambandi ef á þyrfti að halda. Kannski hiti og kynlíf sé þessi þekkti galli í okkur mönnunum? Kynhvötin eykst víst í meiri hita samfara líkum á andláti við þá iðju.

Ekki alslæm tilgáta ha? :p

Uncategorized

Mamma er systir mín

Já, hrossaræktendur um allan heim eru víst afar spenntir fyrir þessum fréttum, Horse Clone’s Sister is Mom, Too. Nú sjá þeir fram á að kannski megi afrita Sörla frá Skjóli og Blesa frá Gránu eða hvað þessir topp hestar heita allir. Það þýðir multimilljónir og lengir líftímann sem að má nota þá (og afrit þeirra) til undaneldis.