Jæja þá er maður byrjaður aftur… enn eitt árið.
Fínn dagur, leist vel á námskeiðið sem krefst akademískra pælinga en ekki handavinnu við endalausar dæmaúrlausnir.
Jæja þá er maður byrjaður aftur… enn eitt árið.
Fínn dagur, leist vel á námskeiðið sem krefst akademískra pælinga en ekki handavinnu við endalausar dæmaúrlausnir.
Já brúðkaupið í gær var sérdeilis glæsilegt. Okkur tókst að finna Fríkirkjuna í Hafnarfirði í annari tilraun og hún reyndist vera mjög notaleg.
Sigurrós er búin að setja saman sína færslu um þetta og búin að setja misgóðar myndirnar á vefinn. Canon Powershot A300 vélin okkar þarfnast greinilega enn meiri fínstillingar af okkar hálfu eða að hún er frekar vonlaus greyið innandyra í myrkum aðstæðum. Vonandi er þetta bara stillingadæmi frekar en hitt að við höfum keypt okkur myndavél sem er ekki upp á sitt besta á mannamótum.
Í morgun fórum við á fætur upp úr 9. Trítluðum svo niður á Hlemm til að taka strætó og sækja bílinn upp í Kópavog þar sem veislan var haldin. Við þurftum reyndar að hlaupa síðustu 100 metrana, það er örugglega vel rúmur áratugur síðan að ég hljóp til að ná strætó. Ekki komið í svoleiðis apparat í lengri tíma nema á ferðalögum mínum erlendis.
Í kvöld kíktum við svo til Arnar og Regínu. Þar sáum við Daníel Helga spila tölvuleik þar sem hann var Jenni að slást við Tomma og þar fór minna fyrir ærslunum en kjaftshöggunum… hmm.
Við horfðum svo á Moulin Rouge! hjá þeim. Hvorugt okkar hafði séð hana áður og hún reyndist prýðismynd. Baz Luhrmann greinilega snargeggjaður galdramaður.
Förum í kvöld í brúðkaup Ívars og Önnu Lilju. Nánari skýrsla á morgun.
Síðasti alvöru vinnudagurinn í dag. Verð líklega að dútla kannski tvo tíma á viku í þessu í vetur eða minna svona til að halda öllu gangandi.
Smelltum grillinu í gang þegar ég kom heim og buðum pabba yfir í grill. Rauðvínslegna lambakjötið reyndist mjög gott, eins og gefur að skilja varð smá bál og það er bara betra að snögggrilla fituna af svona :p
Kíktum svo á Sirkús að kveðja Val sem fer á sunnudaginn til Álaborgar í framhaldsnám. Hef ekki komið á þennan stað í nokkur ár, þá hét hann Grand Rokk minnir mig. Verst að garðurinn er lokaður, stybban inni gerði mig hásan og fötin mín ógeðsleg.
Minn gamli vinur Bora Milutinovic ætlar nú að koma enn einu landinu á HM, nú er það Hondúras. Íslendingar væru búnir að vinna sinn riðil ef við hefðum fengið þennan mann, Þjóðverjaleikirnir hefðu verið formsatriði.
Vísindamenn hafa annars svarað spurningunni hvort að maður syndi hraðar eða hægar í vökva sem er þykkari en vatn. Svarið er… jafnhratt.
Tja ekki hefði ég þolinmæði í að vera í Geeks Gone Wild!
Breskir fréttamenn vita fátt skemmtilegra en að búa til margræðar fyrirsagnir, sjá Wales want action over S&M abuse.
Fór í dag að versla bækur fyrir skólann, átti eina fyrir og því kostuðu þessar fjórar HNAUSÞYKKU bækur mig aðeins 22 þúsund staðgreitt.
Nú eru mennirnir með Rotten.com (viðkvæmar sálir haldi sig fjarri þeim!) komnir með vefinn Am I Governor or Not (í anda Am I Hot or Not).
Wil Wheaton (Wesley Crusher úr Star Trek) sárnaði að vera orðinn neðar á listanum en sinn gamli erkifjandi William Shatner (James T. Kirk úr Star Trek) og sendi því út heróp og komst í bili ofar en hann (en ekki efstur). Arnold Schwarzenegger er á nokkrum myndum.
Klámmyndastjarnan (fyrir margt löngu!) Traci Lords hefur gefið út bók þar sem hún rekur lífshlaup sitt. Bókin þykir víst mjög fín. Hún var 15 ára þegar hún lék í fyrstu myndinni og 18-19 þegar henni var komið í meðferð.
Konur virðast annars vera mun fjölbreyttari en karlar þegar kemur að því að vekja kynferðislegar kenndir hjá þeim. Sjá þessa grein.
Það eru fleiri karlmenn en ég sem hafa prufað að lesa ástarsögur sem eru í uppáhaldi hjá kvenfólki. Ég reyndar gafst upp á númer tvö þar sem hún reyndist afrit af númer eitt.
Strunsaði víst framhjá Sverri Guðmundssyni í Kringlunni í dag. Úps.
Jæja það var meira fjörið í dag. Netið virðist hafa verið að falla á hliðina þar sem Blaster, Welchia og Sobig F ollu gífurlegri traffík í dag.
Welchia er annars ormur sem að reynir að gera góðverk, hann lokar holunni sem Blaster notar og sparkar honum út. Hins vegar er þetta ekki talin sniðug aðferð.
Ekki opna skjöl sem enda á .pif eða .cmd eða .bat eða .com eða .exe !
Ekki opna reyndar nein skjöl sem þið áttuð ekki von á að fá nema að tékka rækilega á þeim.
Ég hitti gufusoðna afgreiðslustelpu á Subway í Skeifunni. Fer ekki þangað aftur, mér líkar betur við fólk sem tekur eftir í vinnunni sinni (sama hversu leiðinleg hún er).
Fórum í dag á Selfoss til að halda upp á fjögurra ára afmæli Odds. Myndir síðar hjá Sigurrós.
Þarf að redda logsuðumanni núna til að koma sláttuvél hússins í gang.
Já. Þetta bull með að einkarekstur tryggi betri meðferð peninga er enn algjört bull. Það eru stjórnendurnir sem skipta máli. Ef að stjórnendurnir eru vondir fara þeir illa með peningana, ótal mörg dæmi í einkarekstri og opinberum rekstri sem hægt er að benda á.
Vandamálið er bara flokkstregðan sem hindrar uppsagnir lélegra yfirmanna, bæði í einka- og opinberum rekstri. Svo er það auðvitað nýjasta æðið sem er að borga mönnum sem hafa staðið sig illa í starfi offjár fyrir að hætta.
Af hverju ætli mér hafi flogið þetta í hug einu sinni enn? Orkuveitan og flugeldarnir? Þú mátt geta. Þess má geta að þetta er eina skiptið á hverju ári sem við setjum peninga í flugelda (óbeint).
Tölvustuldir verða svakalegri.