Listalíf
Allir geta nú hermt eftir Picasso. Verulega töff.
Löggulíf
Eitt sem ég skil ekki varðandi nýfallinn dóm um lögreglumann sem að handtók pilt fyrir að taka mynd af honum á skyndibitastað. Lögreglumenn segja (í blöðunum í dag, nafnlaust!) að þessi dómur (og annar svipaður) setji þegnana í hættu og erfiði þeim störf þeirra.
Mér er spurn í hverju hafa störf þeirra falist? Þarna var klárlega um að ræða ólöglegar handtökur og falsaðar skýrslur af hálfu lögreglumannanna, eru aðrir lögreglumenn að segja með yfirlýsingum sínum að þetta sé venjuleg hegðun þeirra?
Hvorugt tilfellið var vegna ofbeldis af hálfu þolenda en samt dirfast lögreglumenn að segja að þetta geri starf þeirra erfiðara við að halda niðri ofbeldi? Mig er farið að gruna að þeir séu orðnir sumir hverjir veikir fyrir álíka retórík og litla ljóta Hvíta Húsið ástundar, við megum allt og berum enga ábyrgð?