Uncategorized

?

Æ ég gleymdi alveg hvað ég ætlaði að skrifa.

Uncategorized

Oddsson og Ásgrímsson vita betur en Blair?

Ekki stoppaði það á sínum tíma þá Blair, Bush og Oddsson að segja heiminum hversu hættulegur maður (það er nokkuð ljóst að hann er vondur) Saddam Hussein væri þar sem hann réði yfir “gjöreyðingarvopnum” (les: GEV, eitthvað sem getur drepið þúsundir í einu) þó svo að til dæmis Blair viðurkenni nú að hann hafi ekki hugmynd hvort að satt væri.

Oddsson og Ásgrímsson sögðust báðir hafa séð nóg af gögnum til að þessi GEV (WMD) væru klárlega brýnt mál að redda. Hvorugur hefur svarað erindi mínu varðandi hvaða sannanir þeir hefðu séð. Þessir yfirlýsingar Blairs hljóta að kalla á að þessir kumpánar segi hvað þeir vissu og hverju þeir lugu að okkur.

Uncategorized

Dinner að Betrabóli

Fín kvöldstund hjá okkur, rauðvín, piparsteikur og smá sjónvarpsgláp. Sería 3 af Star Trek:Enterprise er með fullmiklum 9-11 keim, kannski Bermann og Braga taki þetta samt í vitræna átt. Þáttur þrjú hlýtur þó að vera Halloween special, erfitt að öskra ekki af hlátri yfir asnalegheitunum.

Skotarnir eru víst komnir með svar við Atkins.

Wil Wheaton bendir á fasismann sem viðgengst í Bandaríkjunum samkvæmt sérstöku leyfi Bush forseta. Hvað ætli Bush aðdáandi #1 á Íslandi, hann Bjössi segi um svona mannréttindabrot? Líklega ekkert, hann er ótrúlega lunkinn í að þegja um það sem kemur sér illa fyrir hans skuggalega málstað.

Uncategorized

Coraline

Steingleymdi að uppfræða fólk um það að ég braut blað í sögu minni um jólin. Reyndar braut ég færri blöð en áður, las aðeins eina af þeim fimm bókum sem ég fékk. Fyrir valinu varð Coraline eftir Neil Gaiman. Coraline er svona hryllingsbarnasaga, fullorðnum finnst hún líklegra skelfilegri en börnunum sjálfum.

Fór í dag með bílinn í Löður, það klikkaði auðvitað ekki að þá fór að snjóa. Þá kemur slabb á götum og meiri drulla á bílinn.

Uncategorized

Ljótu þjófarnir

Já grey tengdó lenti aldeilis illa í þjófum sem bara hoppuðu út, stálu garðstássinu hennar og keyrðu í burtu. Kolaportsgestir vinsamlegast hafi augun hjá sér!

Uncategorized

Tenglar

Skotar eiga víst sína karlkyns útgáfu af J. K. Rowling, virtur vísindamaður sem að skrifar leynilöggusögur um þéttholda konu í Botswana.

Mér og Neil Gaiman fannst verulega súr þessi reynsla 7 ára gutta sem festi sig inní svona glerbúri.

Uncategorized

Bombur og ætluð kynbomba

Einhver bara í allranæsta húsi er að sprengja þvílíkar bombur þannig að glymur á milli húsaveggja. Sama vandamál og Matti á við að stríða.

Setningu ársins enn sem komið er á pabbi guttans sem Britney giftist og skildi strax við:

However, Mr Alexander’s father Dennis seemed rather proud. “Hell, I don’t blame him, I would have done the same,” he said at his home in the Bible-belt town of Kentwood, Louisiana, where his son and Spears grew up together. “If Jennifer Lopez had called me up and invited me to New York, I would have been straight there. (src)

Uncategorized

Umraðanir

Helstu afrek dagsins voru að símast aðeins fyrir vinnuna og reyna að raða saman tiltölulega árekstralítilli stundatöflu í skólanum.

Þá er bara að sjá á morgun hvort þetta hafi tekist.

Uncategorized

Scotsman

The Scotsman er skemmtilegt blað, þeir benda á rannsókn sem sýnir að mömmustrákar séu bestu leiðtogarnir og að Tim Berners-Lee, oft kallaður faðir Internetsins, er nú orðinn Sir Tim Berners-Lee.

Uncategorized

Ítalía og Catan

Í kvöld fórum við á Ítalíu með Stefu og Rúnari, í fyrsta sinn sem ég hef komið á þennan stað. Maturinn var vel útilátinn og fínn á bragðið. Reyndar pirraði það mig og augun mín að svæðið sem átti að vera reyklaust var í raun reykminna en reykingasvæðið en ekki reyklaust. Reykingasvæðið reyndist vera hinum megin við lágan millivegg í tveggja metra fjarlægð. Það eru auðvitað fáránleg vörusvik að halda því fram að maður sé að borða í reyklausu rými þegar svona er í gangi.

Eftir matinn fórum við heim til þeirra þar sem búið var að umbylta öllu og allt orðið voða glæsilegt. Þar tókum við nokkra leiki í Catan og mér tókst í fyrsta sinn að vinna blessað spilið.