Uncategorized

Evrópugrautur

Sigurrós vann aldrei þessu vant í einhverri keppni um miða á Frönsku kvikmyndahátíðina. Við ætluðum að fara í gær en vorum ekki alveg í bíóstuði þannig að við fórum í kvöld á þá mynd sem skartaði yndinu henni Audrey Tautou.

Myndin heitir L’auberge espagnole og er skemmtileg lýsing á einu ári hjá Erasmus-nema. Partýatriðið náði gjörsamlega að láta manni finnast maður vera á staðnum og rifjaði upp þau skipti sem maður hefur verið á skemmtilegu fylleríi þar sem maður er ánægður með allt og alla, sérstaklega frábæra vini og enginn lendir í slagsmálum eða deyr fyllerísdauða.

Hef átt örfá svona andartök og þau voru frábær. Líklegast þessi stemmning sem allir eru að leita að sem fara vikulega á fyllerí niðrí bæ, en upplifa líklega örsjaldan.

Myndin er sýnd á morgun fimmtudag klukkan 20 í Háskólabíói. Síðasta sýning, hvet alla til að mæta.

Uncategorized

Þriðjudagur já

Bíddu við.. skóli, hmmm… matur…. voðaleg rútína í gangi.

Uncategorized

Hommafóbía í boltanum

Áhugaverð grein um hommafóbíu í fótboltaheiminum.

Minnismiði til sjálfs míns: ekki drekka mikið af kóki, og einkum ekki eftir kvöldmat. Það hefur hamlandi áhrif á svefn!

Uncategorized

A* tré

Jamm, gráðug leit, A* og margt fleira. Hluta til upprifjun og hluta til leiðindavesen. Skólagjöldin hækka eftir þessa önn upp í 99 þúsund önnin þannig að maður fær enn fleiri ástæður til þess að klára skólann með stæl í vor.

Uncategorized

Hash join

Neibb. Mál dagsins er ekki kannabis heldur hash join og hash teams og önnur join, ekki jónur. Afköst gagnasafna er það heillin.

Uncategorized

Kakkalakkar til bjargar?

Undarlegt nafn, kakkalakkar. Jæja það á víst að fara að fá þá gegn eiturefnahernaði.

Uncategorized

Safnaraáráttan

Fylgir mér eins og skugginn, var að ná 50 mismunandi skipategundum í EVE og þá getur maður snúið sig niður aftur í spiluninni…

Uncategorized

Kosningaár

Kosningaár í Ameríku og því er aðalmálið í dag að banna ljót orð og sekta fólk fyrir hvað það segir.

Land of the free….

Uncategorized

Ógn og skelfing í Ameríku

Algjör ógnaröld ríkir nú í Ameríku, það er ekki vegna stjórnarskrárbrota eða mannréttindabrota Bush. Ó nei.

Ástæðan er mun verri, alvarlegri og siðspillandi. Það sást í brjóstið á Janet Jackson í sjónvarpinu fyrir framan 100 milljón Ameríkana þegar FULLT af börnum horfir á!

Sýningin hefur verið kölluð R-rated eftir að þetta gerðist, það er víst þyngsti aldursstimpillinn, 16 eða 18 ára aldurstakmark. Morð og ógeð fær mun vægari stimpla.

Ef þetta lýsir ekki firringunni í þessu landi best þá veit ég ekki hvað, hverjum er svo sem ekki sama þó að stjórnvöld hundsi lög og staðreyndir og böðlist áfram, svo lengi sem við sjáum ekki eitt saklaust brjóst í sjónvarpi!!!

Uncategorized

MK

Við fórum í dag nokkur í MK til að vinna þar að rannsókn fyrir skólann. Sátum í tíma hjá Helene og gerðum okkar athuganir.

Skólinn gjörbreyttur frá því ég var þarna fyrir tæpum áratug, búið að breyta fyrrum kennslustofum í önnur rými, rífa niður eina álmu og byggja aðra flottari í staðinn og veit ekki hvað og hvað.