Hvað getur maður sagt um heiminn í dag annað en að hinar nýju myrku miðaldir sem ég tauta af og til um eru vissulega þegar hafnar.
Frá Ameríku berast þær vonandi jákvæðu fréttir að hæstiréttur sé að skoða hvort að viðbótin frá 1950 þar sem Guði var troðið inn í “Pledge of allegiance” sé brot á stjórnarskránni.
Þaðan koma líka þær fréttir að samkynhneigðir séu skotspónn enn og aftur:
is asking lawmakers to amend state law so the county can charge homosexuals with crimes against nature (src)
Brot gegn náttúrunni já!
Ísraelar gera svo venju fremur sitt besta til að hleypa öllu í bál og brand. Núna gerðu þeir eldflaugaárás á gamlan mann í hjólastól sem var vissulega herskár en svona fjöldaaftökur (alls dóu átta manns í árásinni að morgni til úti á götu) eru hrein geggjun, venju fremur heyrist ekki píp frá Dóra og Dabba.
Þeir pörupiltar hafa annars enn ekki svarað mér varðandi fyrirspurn mína um þau gögn sem þeir sáu réttlæta árásina í Írak.
Talandi um Írak þá er almenningur orðinn verulega þreyttur á að fá byssukjafta framan í sig hvar sem er og að lífið á götum úti sem og heima við sé verra en undir Saddam.
Botninn sláum við í þetta með því að rifja upp hræsni og fávisku ráðamanna vestan hafs í The Top Ten Conservative Idiots (No. 148).