Í stað þess að enn og aftur fussa og sveia yfir mannfjöndunum sem eru víst við stjórnvölinn hér heima og erlendis ætla ég að fara á smá flakk um víðan völl.
Fyrst ber að telja líklega einn óhollasta eftirrétt allra tíma, djúpsteiktar súkkuluaðisamlokur sem eru búnar að komast í hóp rétta á fínum hótelum í Skotlandi.
Áfram af mat og Skotum. Þar í landi eru viðlíka snillingar við stjórnvölinn og hér heima, þeir eru þremur árum á eftir og milljörðum króna yfir áætlun með byggingu nýs þinghúss. Man einhver eftir Þjóðminjasafninu þessa dagana? Verð nú að segja að þessar skrifstofur þingmanna með sérsæti fyrir andlega íhugun sem og ísskáp eru nú ekki svo vitlausar samt.
Meira matarkyns. Bretar borða víst bara karrírétti sem eru æpandi að lit, hollustuyfirvöld gerðu tékk um daginn og reyndist einn staðurinn með fimmfalt leyft magn litarefna í sumum réttum. Hvernig ætli staðan hérna heima sé? Borða Íslendingar bara karrírétti sem eru sjálflýsandi?
Síðasta matartengda færslan, 5 ára strákur í Miami kom í skólann með smá krydd að hann hélt og dreifði yfir lasagna vinar síns þegar hann var stoppaður af. Hann reyndist vera með maríjúana í pokanum. Enginn náði að smakka á lasagnanu.
Orð dagsins er svo logizomechanophobia eða hræðsla við rökhugsun véla. Rökhugsun leiðir oft til rangra ákvarðana fyrir heill allra. Mætti koma því til frumskógarsinnanna.