Uncategorized

Aprílgöbb sem eru því miður ekki

Fyrst að allir eru að hlaupa apríl eða láta aðra hlaupa apríl er ekki úr vegi að spöglera í nokkrum fréttum sem manni fyndist hljóma eins og aprílgöbb en eru það ekki.

  • Öll bókasöfn landsins loka vegna vinnu erlends verktaka
    • á miðjum prófatíma Háskólans í Reykjavík
    • á miðju skólatímabili grunn- og framhaldsskóla
  • Íslendingar afhenda SÞ flugvöll (fyrirsögn á textavarpi)
  • “Frjálshyggjumenn” styðja lífssýnatökur og launaleynd

Æji.. svo var gomma af fréttum af Birni Bjarnasyni og félögum hans en það er allt svo fáránlegt að það hljómar eins og arfaslökustu aprílgöbb… en eru það ekki því miður.

Uncategorized

Síðasti skóladagurinn???

Magnað, elleftu önninni minni við HR er að ljúka, var í síðustu tímunum í dag. Svo eru það bara prófin (þar af tvö strembin um helgina) og svo er ég bara búinn?

1. apríl er á morgun, það er margt að varast þá, annars virðist sem ég hafi eiginlega fallið fyrir gabbi þó að ég skilji ekki alveg gabbið í því að gabba gabb?

Einhver undarlegasta lausn á vanda Miðausturlanda sem ég hef séð er sú að allir fari í þrívíddarleik.

Uncategorized

Heimsókn í |:

Hópurinn í Afköstum gagnasafnskerfa skrapp í dag í heimsókn í KB-banka í Ármúla þar sem við fengum fyrirlestur og smá skoðunartúr.

Vinnuaðstaða öll mjög viðunandi virtist vera, tækjabúnaður til fyrirmyndar, enginn með minna en tvo flatskjái, fundarherbergið glæsilegt og skjávarpinn á stærð við Volkswagen bjöllu.

Tölvurýmið niðri var flott enda nýtt af nálinni. Ekki eins kalt þar inni eins og í tölvurýmum Flugleiða og Varnarliðsins.

Snitturnar fínar og belgískt konfekt vakti mikla lukku sumra.

Sá í kollinn á tveimur fyrrum bekkjarfélögum sem útskrifuðust á réttum tíma og muna líklega ekki eftir mér.

Uncategorized

úps!

Haldiði ekki að ég hafi bara eytt 12 tímum í dag í að finna línuna sem ég eyddi út í gær í bríaríi.

Smá mistök

Uncategorized

Borið í nefið! Málið ísjaka!

Maður hefur ekki tíma til að bora í nefið þessa dagana en það þykir víst vera einstaklega hollt og gott, sem og að borða horið (sjá nánar í greininni). Fann þennan tengil í gegnum þessa síðu.

Annars var listamaður að framkvæma gjörnin, hann málaði ísjaka á Grænlandi rauðan.

Uncategorized

Sett í samhengi

Góð grein frá Spáni sem lýsir því hvernig meira að segja fótboltinn verður hjómið eitt þegar hræðilegir atburðir gerast.

Deiglan, sem var að taka upp nýtt útlit (sem reyndar þarf að laga á undirsíðum, allt lendir fyrir neðan hvert annað), benti á frétt um mann sem greip barn sem datt niður af 3ju hæð.

Uncategorized

Geimmyndir, bull á textavarpi

Magnað að skoða myndir frá Mars sem þau Spirit og Opportunity hafa tekið.

Sá þessa frétt á textavarpinu áðan:

Fundaj um skipulagsmál í Reykjavík

Borgarstjórinn í Reykjavík bauf í
gúrkvbld til borgarafundar um
skipulagsmál.

Kynnt voru helstu skipulagsmál sem eru
á d finni, f rsla Hringbrautar,
skipulag Myrarg,tusvstisins, lega
Sundabrautar og hugmyndir um byggingar
á reitum í Mijborginni.

Hópur sem berst fyrir kví aá
Hringbrautin fari í stokk kvenst tala
fyrir daufum eyrum borgaryfirvalda.

Borgarstjóri segir ekkert vinnast me
Sví an brautin fari tfas í jsraina. á
hann svari ekki. nánar á ruv.is

Lifi Færeyjar?

Elín benti mér svo á grein um 10 frægustu handaböndin þar sem Ísland kemur tvisvar fyrir.

Uncategorized

Kjálkabrjótur

Já, það var víst stökkbreyting sem virðist bera ábyrgð á því að menn urðu menn en ekki apar.

Uncategorized

Matarpistill

Í stað þess að enn og aftur fussa og sveia yfir mannfjöndunum sem eru víst við stjórnvölinn hér heima og erlendis ætla ég að fara á smá flakk um víðan völl.

Fyrst ber að telja líklega einn óhollasta eftirrétt allra tíma, djúpsteiktar súkkuluaðisamlokur sem eru búnar að komast í hóp rétta á fínum hótelum í Skotlandi.

Áfram af mat og Skotum. Þar í landi eru viðlíka snillingar við stjórnvölinn og hér heima, þeir eru þremur árum á eftir og milljörðum króna yfir áætlun með byggingu nýs þinghúss. Man einhver eftir Þjóðminjasafninu þessa dagana? Verð nú að segja að þessar skrifstofur þingmanna með sérsæti fyrir andlega íhugun sem og ísskáp eru nú ekki svo vitlausar samt.

Meira matarkyns. Bretar borða víst bara karrírétti sem eru æpandi að lit, hollustuyfirvöld gerðu tékk um daginn og reyndist einn staðurinn með fimmfalt leyft magn litarefna í sumum réttum. Hvernig ætli staðan hérna heima sé? Borða Íslendingar bara karrírétti sem eru sjálflýsandi?

Síðasta matartengda færslan, 5 ára strákur í Miami kom í skólann með smá krydd að hann hélt og dreifði yfir lasagna vinar síns þegar hann var stoppaður af. Hann reyndist vera með maríjúana í pokanum. Enginn náði að smakka á lasagnanu.

Orð dagsins er svo logizomechanophobia eða hræðsla við rökhugsun véla. Rökhugsun leiðir oft til rangra ákvarðana fyrir heill allra. Mætti koma því til frumskógarsinnanna.

Uncategorized

Stripp, könguló og 14 ára atvinnumaður

Ég les ekki DV en fréttin Látin strippa á eigin heimili virðist nokkuð skuggaleg. Björn Bjarna vafalaust ánægður með svona taktík, karlanginn vill fá sitt eigið SA í gang heyrist manni. Svarið við hryðjuverkum og glæpum er ekki fleiri byssur og minni mannréttindi, merkilegt nokk er það oft öfugt.

Suddaleg frétt frá Þýskalandi um manninn sem var drepinn af eigin könguló og svo étinn af henni og fjöldamörgum öðrum dýrum og skordýrum sem hann hélt heima hjá sér.

Ein létt frétt í lokin, táningurinn Freddy Adu (er sagður 14 ára en margir efast) var að spila sinn fyrsta leik sem atvinnumaður og skoraði. Gæti orðið stórstjarna, gæti brunnið út fyrir tvítugt. Harður heimur.