Uncategorized

Tölvumistök?

Alveg dæmigert að menn ætli sér að sleppa létt frá skyldum sínum og kenni svo tölvum um “mistökin”. Samkvæmt samkomulagi sem tónlistarútgefendur gerðu áttu þeir að sjá bókasöfnum í Bandaríkjunum fyrir talsverðu magni af tónlist, þeir leystu málið með því að tæma lagerana af diskum sem enginn nennti að kaupa og sendu svo bunkana í bókasöfnin, allt upp í 50 eintök af sama disknum. Sjá þessa frétt. Svo þegar hjólað er í þá fyrir þetta lúabragð þá er þetta víst “villa í forritinu”.

Trúi því þokkalega…. ekki.

Uncategorized

Brúðkaup Báru

Fórum í dag í brúðkaup Báru og Jón Grétars sem var borgaralegt brúðkaup í Njarðvík.

Þetta tókst vel til hjá þeim og við óskum þeim innilega til hamingju.

Eini ljóðurinn var sá að hljóðfæraleikararnir mættu hálftíma of seint og töfðu því athöfnina sem því nam sem þýddi svo að ég missti af fyrstu 25 mínútunum af Holland – Tékkland sem voru víst einhverjar þær bestu á EM!

Djöfulsins helvítis dónaskapur hjá þessum lúðum, grey brúðhjónin og grey ég!

Uncategorized

Paris Hilton og smokkastærð

Í næstu seríu af The Simple Life flakka þær Paris Hilton og Nicole Ritchie um Ameríku og koma við á ýmsum stöðum, meðal annars nektarnýlendu þar sem Paris fannst allir ógeðslegir af því að þeir voru eldri en hún og naktir. Það er sko langt á milli heilasellna í henni eins og hún sannar aftur og aftur.

Tékkneskur smokkaframleiðandi er svo núna með herferð í gangi þar sem þeir meðal annars bjóða karlmönnum upp á að mæla á sér typpið. Prímati, sjakali, göltur eða tuddi eru stærðarflokkarnir.

Uncategorized

60 ár

60 ár já síðan að við sögðum Dönum að taka pokann.

Bara nokkrar vikur í að Davíð taki sinn.

Uncategorized

BBC opnar upp á gátt

BBC to Open Content Floodgates

Uncategorized

Farsímaormur

Um leið og ég fæ mér tæknilegan síma dúkkar upp farsímaormur!

Fyrstu umferð EM 2004 er lokið og dómur minn er sá að:

  • Portúgalir voru snargeldir en Grikkir duglegir
  • Spánverjar slappir og Rússar líka
  • Sviss aðeins skárri en ég hélt og Króatar mun slappari
  • Frakkar líka voðalega slappir en Englendingar betri en ég bjóst við
  • Danir sprækir og Ítalir geldir
  • Svíar sprækir líka og Búlgarir voða lánlausir
  • Tékkar ekki í stuði en Lettar í urrandi stuði
  • Þjóðverjar svipað slappir og ég bjóst við en Hollendingar arfaslakir
Uncategorized

Nekt, hjól og barnaefni

Nöktu hjólreiðarnar fóru vel fram og engar sálir virðast hafa farið í eld og brennistein að þessu sinni. Fyndinn fremsti ljósmyndarinn á myndinni, með svaka linsu og ekki alveg að miða á andlit stúlknanna.

Talandi um fararskjóta, sá ansi óvenjulegt tæki sem heitir Trikke á vefnum. Maður á víst að halla sér til hliðanna til að ná knýja sig áfram.

Aðdáendur Shakespeare geta svo séð hér lista yfir “öðruvísi” útgáfur nokkura verka hans, svona frekar í blárri kantinum.

EM stendur yfir (eru ekki allir að taka þátt í leiknum?) og rússneska liðið fær óvenjulegan stuðning að heiman, kærustur þeirra sitja naktar fyrir (með myndir af mönnum sínum til að skýla því “viðkvæmasta”).

Annars getur það verið varasamt að afklæðast á víðavangi eins og eitt parið komst að þegar fötum þeirra var stolið í almenningsgarði svona rétt á meðan að þau gömnuðu sér.

Ljúkum þessu á geðveikislegum nótum, nýjasta barnaæðið úti er víst Boohbah!

Uncategorized

Vissi það!

Ég hafði sko fulla trú á mínum mönnum Frökkum í seinni leik dagsins í dag og vissi að þetta var gulltryggt um leið og Emile Heskey kom inn á þó staðan væri þá 0-1 gegn Frökkum.

Mikið er ég nú feginn að Sýn er bara með örfáa leiki, að hlusta á Gaupa er algjör kvöl og pína. Þeir eru nú mun skárri á RÚV þó hálfblindir séu stundum á það sem gerist á skjánum eins og þegar Pires fékk gult og þeir sögðu að hann hefði nú ekki fengið það og nokkru seinna “held að ekkert hafi nú farið framhjá okkur”. Óborganlegt.

Innlendi tengill dagsins er á Erling og sá erlendi á 500 Genghis Khans in name game.

Uncategorized

Útskrifaður

Já, formlega útskrifaður í dag loksins.

Myndatakan fór fram í roki og rigningarúða fyrir utan skólann og talsvert um að stúlkur hafi farið halloka í baráttunni við veðrið og tapað dýrum hárgreiðslum fyrir athöfnina.

Athöfnin var mjög bærileg, ávörpin ekki mjög mörg og ekkert ofsa löng (flest). Skil reyndar ekki af hverju það þarf að vera svona svakaleg lýsing á okkur sem sátum á sviðinu, það hefði alveg mátt skipta niður í 20 watta (eða hvaða stærðir þeir nota þarna í leikhúsinu) eða álíka til að aðeins lýsa okkur upp, þurfti nú ekki að vera alveg svona sterkt. Lifði hitann af sem betur fer.

Því næst var kaffi heima með nánustu ættingjum. Ég beitti valdi mínu sem maður dagsins og hafði kveikt á sjónvarpinu svo maður sæi fótboltann. Portúgalirnir sýndu að það vantar smá element í þá sem að Þjóðverjar hafa, að klára leiki og að spýta í lófana þegar á móti blæs.

Þeir eru tæpir núna á að komast upp úr riðlinum. Úrslitin komu öllum sem spila í EM 2004 leiknum á óvart, fólk fékk í mesta lagi eitt stig fyrir að hafa aðra markatöluna rétta.

Í kvöld fórum við svo til Steinunnar þar sem hún og Arnar héldu saman útskriftarpartý. Áhugaverður hópur sem þarna var og samræður komu ekki nálægt skólamálum. Vorum þarna til rúmlega tvö í nótt þegar við héldum heim nokkuð lúin.

Góður dagur þrátt fyrir veður.

Uncategorized

Tveir EM-leikir og pervertar

Í dag fóru í loftið tveir EM-leikir, reyndar sá einn og sami en annar er á íslensku og hinn á ensku.

Ofsalega seint farið með þá í loftið en miðað við að byrjað á þessu á miðvikudaginn þá er þetta nú ekki svo slæmt. Á eftir að bæta þetta eitthvað áfram en vel boðlegt núna.

Að öðrum málum:

ANGRY protests today greeted the decision by Lothian and Borders Police to allow a naked bike ride to go ahead through the streets of Edinburgh.

Hundreds of people are expected to descend on the city’s streets and public parks tomorrow to take part in World Naked Bike Ride Day.

But the event, aimed at promoting cycling, has been described as “obscene” and an excuse for exhibitionists and perverts to turn out in droves.

Politicians and community groups say the event, which will snake from the Meadows, down the Bridges and into Broughton Street, is offensive and will expose young children to full-frontal nudity. (src)

Mér finnst það alltaf segja mest um þá sem skammast yfir nekt (sem ætti að vera *eðlilegasti* hlutur í heimi) þegar þeir segja að pervertar og níðingar birtist. Og guð minn góður að börn sjái hvernig þau muni líta út fullorðin og hvernig foreldrar þeirra líta út. Mörg börn hafa aldrei séð foreldra sína nakta, það er varla heilbrigt að alast upp við það að maður eigi að skammast sín fyrir það sem maður er fæddur með. Þetta er jafnslæmt og þruglið um að allir fæðist syndugir.